Fimm myrtir í höfuðstöðvum Molson Coors Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2020 23:22 Árásin er ein þeirra verstu í Wisconsin. AP/Morry Gash Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Sjá meira
Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent