Fimm myrtir í höfuðstöðvum Molson Coors Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2020 23:22 Árásin er ein þeirra verstu í Wisconsin. AP/Morry Gash Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Sjá meira
Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Sjá meira