Innlent

Hóplíkamsárás í Bankastræti

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um hópárás í Bankastræti í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang voru árásarmennirnir á bak og burt en fórnarlambið var flutt á bráðadeild Landspítalans til aðhlynningar. Meiðsli mannsins liggja ekki fyrir, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu.

Um svipað leyti barst tilkynning um líkamsárás við veitingahús í Breiðholti. Þar tókst að hafa hendur í hári árásarmannsins og hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Þá hafði lögregla afskipti af fólki sem hafði farið án leyfis inn í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 113. Fólkið er grunað um húsbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×