15 ára að brjótast inn í aðallið Dortmund Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 12:15 Moukoko í leik með undir 19 ára-liði Dortmund. vísir/getty Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims. Þýski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims.
Þýski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira