15 ára að brjótast inn í aðallið Dortmund Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 12:15 Moukoko í leik með undir 19 ára-liði Dortmund. vísir/getty Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims. Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims.
Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira