Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:53 Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída-ríkis, kom að gerð skýrslunnar. VÍSIR/AP Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira