Sanders og Buttigieg taldir líklegastir til afreka í New Hampshire Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 12:36 Buttigieg (t.v.) og Sanders (t.h.) eru fremstir í flokki í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata í New Hampshire. Sá fyrrnefndi þykir sá frambjóðandi sem stendur næst miðjunni en Sanders er lengst til vinstri. Vísir/AP Skoðanakannanir benda til þess að Bernie Sanders og Pete Buttigieg býtist um sigurinn í næsta hluta forvals Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram í New Hampshire á morgun. Útlit er fyrir að Joe Biden, sem hefur leitt í könnunum á landsvísu, verði lítt ágengt í ríkinu. Annað prófkjörið í forvali demókrata á forsetaframbjóðanda flokksins fer fram í skugga glundroðans í Iowa þar forvalið hófst í síðustu viku. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmis sem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu og staðfesta úrslit. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí. Næstur kom Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont. Framboð hans hefur sagst ætla að fara fram á aðra endurskoðun á hluta úrslitanna í Iowa. Sanders virðist hafa fengið flest atkvæði í forvalinu í Iowa en vegna flókinna reglna þess fær hann færri kjörmenn en Buttigieg. Báðir hafa frambjóðendurnir lýst yfir sigri. Útlitið dökkt fyrir Biden Tvímenningarnir leiða sömuleiðis skoðanakannanir fyrir forvalið í New Hampshire á morgun. Sanders mælist með forskot á Buttigieg í þeim flestum. Kosningaspá Five Thirty Eight gerir ráð fyrir að Sanders fái um 28% atkvæða í ríkinu. Líkurnar á að hann vinni flesta kjörmenn New Hampshire séu um tveir á móti þremur en Buttigieg aðeins þrír á móti tíu. Horfur Biden, fyrrverandi varaforseta, virðast ekki góðar í New Hampshire og þeim hefur hrakað í kjölfar Iowa. Hann mælist yfirleitt í fjórða sæti frambjóðenda þar, á eftir Sanders, Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanni Massachusetts. Warren á sjálf á hættu að daga uppi í forvalinu takist henni ekki að smala fleiri atkvæðum í New Hamsphire og í næstu ríkjum. Framboð Biden hefur lengi ýjað að því að honum ætti ekki eftir að vegna vel í fyrstu ríkjunum í forvalinu þar sem hlutfall hvítra þar er mun hærra en á landsvísu. Biden sækir fylgi sitt að miklu leyti til blökkumanna og hefur því verið sigurvissari í ríkjum eins og Suður-Karólínu þar sem kosið verður í lok mánaðar. Á móti eru möguleikar Buttigieg taldir minni þegar forvalið færist frá ríkjum þar sem afgerandi meirihluti íbúa er hvítur þar sem hann nýtur takmarkaðs stuðnings á meðal blökkumanna og annarra minnihlutahópa. Fjarað gæti undan framboði Biden girði hann sig ekki fljótt í brók.AP/Elise Amendola Ásakanir gengu á víxl Sanders og Buttigieg vörðu helginni í árásir á hvor annan. Þannig sakaði Sanders mótframbjóðanda sinn um að vera í vasa auðugra fjárhagslegra bakhjarla. „Pete hefur safnað kosningaframlögum frá fleiri en fjörutíu milljarðamæringum,“ sagði Sanders við stuðningsmenn sína. Milljarðamæringarnir gæfu til Buttigieg vegna þess að þeir teldu hann ekki ætla að beita sér gegn þeim. Á móti fullyrti Buttigieg að Sanders væri sundrungarafl. „Ég virði Sanders öldungadeildarþingmann en þegar ég heyri skilaboð hans um að fólk styðji annað hvort byltingu eða að það styðja ríkjandi ástandi þá er það sýn á landið sem gerir ekki ráð fyrir flestu okkar,“ sagði fyrrverandi borgarstjórinn. Biden hefur skotið á þá báða, Buttigieg fyrir að skorta reynslu og Sanders fyrir að vera of róttækur fyrir almenna kjósendur í forsetakosningunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Bernie Sanders og Pete Buttigieg býtist um sigurinn í næsta hluta forvals Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram í New Hampshire á morgun. Útlit er fyrir að Joe Biden, sem hefur leitt í könnunum á landsvísu, verði lítt ágengt í ríkinu. Annað prófkjörið í forvali demókrata á forsetaframbjóðanda flokksins fer fram í skugga glundroðans í Iowa þar forvalið hófst í síðustu viku. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmis sem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu og staðfesta úrslit. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí. Næstur kom Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont. Framboð hans hefur sagst ætla að fara fram á aðra endurskoðun á hluta úrslitanna í Iowa. Sanders virðist hafa fengið flest atkvæði í forvalinu í Iowa en vegna flókinna reglna þess fær hann færri kjörmenn en Buttigieg. Báðir hafa frambjóðendurnir lýst yfir sigri. Útlitið dökkt fyrir Biden Tvímenningarnir leiða sömuleiðis skoðanakannanir fyrir forvalið í New Hampshire á morgun. Sanders mælist með forskot á Buttigieg í þeim flestum. Kosningaspá Five Thirty Eight gerir ráð fyrir að Sanders fái um 28% atkvæða í ríkinu. Líkurnar á að hann vinni flesta kjörmenn New Hampshire séu um tveir á móti þremur en Buttigieg aðeins þrír á móti tíu. Horfur Biden, fyrrverandi varaforseta, virðast ekki góðar í New Hampshire og þeim hefur hrakað í kjölfar Iowa. Hann mælist yfirleitt í fjórða sæti frambjóðenda þar, á eftir Sanders, Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanni Massachusetts. Warren á sjálf á hættu að daga uppi í forvalinu takist henni ekki að smala fleiri atkvæðum í New Hamsphire og í næstu ríkjum. Framboð Biden hefur lengi ýjað að því að honum ætti ekki eftir að vegna vel í fyrstu ríkjunum í forvalinu þar sem hlutfall hvítra þar er mun hærra en á landsvísu. Biden sækir fylgi sitt að miklu leyti til blökkumanna og hefur því verið sigurvissari í ríkjum eins og Suður-Karólínu þar sem kosið verður í lok mánaðar. Á móti eru möguleikar Buttigieg taldir minni þegar forvalið færist frá ríkjum þar sem afgerandi meirihluti íbúa er hvítur þar sem hann nýtur takmarkaðs stuðnings á meðal blökkumanna og annarra minnihlutahópa. Fjarað gæti undan framboði Biden girði hann sig ekki fljótt í brók.AP/Elise Amendola Ásakanir gengu á víxl Sanders og Buttigieg vörðu helginni í árásir á hvor annan. Þannig sakaði Sanders mótframbjóðanda sinn um að vera í vasa auðugra fjárhagslegra bakhjarla. „Pete hefur safnað kosningaframlögum frá fleiri en fjörutíu milljarðamæringum,“ sagði Sanders við stuðningsmenn sína. Milljarðamæringarnir gæfu til Buttigieg vegna þess að þeir teldu hann ekki ætla að beita sér gegn þeim. Á móti fullyrti Buttigieg að Sanders væri sundrungarafl. „Ég virði Sanders öldungadeildarþingmann en þegar ég heyri skilaboð hans um að fólk styðji annað hvort byltingu eða að það styðja ríkjandi ástandi þá er það sýn á landið sem gerir ekki ráð fyrir flestu okkar,“ sagði fyrrverandi borgarstjórinn. Biden hefur skotið á þá báða, Buttigieg fyrir að skorta reynslu og Sanders fyrir að vera of róttækur fyrir almenna kjósendur í forsetakosningunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Sjá meira
Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31
„Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18
Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46