Sky Sport fékk Eið Smára og Jimmy Floyd til að fara saman yfir gömlu góðu tímana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 14:30 Fyrirsögnin og aðalmyndin með hlaðvarpsþætti Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink. Skjámynd/Sky Sports Íslendingur hefur líklega aldrei verið hluti af hættulegra sóknartvíeyki en Eiður Smári Guðjohnsen var á árunum 2000 til 2004. Sky Sport fannst kominn tími á að rifja upp þetta skemmtilega samstarf hans og Jimmy Floyd Hasselbaink sem hófst fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Útkoman er mjög skemmtileg. Það má finna stórskemmtilegt spjall þeirra Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink í hlaðvarpsþættinum The Transfer Talk Podcast sem er á vegum Sky Sports. Þeir nota eld og ís til að lýsa Hollendingnum og Íslendingnum. Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink skiluðu Chelsea liðinu 146 mörkum á þeim fjórum tímabilum sem þeir spiluðu saman á Brúnni, Eiður var með 59 mörk en Jimmy Floyd skoraði 87 mörk. Gianluca Vialli, þá knattspyrnustjóri Chelsea, bjó það til með því að kaupa Eið Smára frá Bolton og Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid. Eiður Smári hélt ekki upp á 22 ára afmælið fyrr en seinna um haustið en Hasselbaink var sex árum eldri. Gianluca Vialli sá tíeykið ekki blómstra undir sinni stjórn því hann var rekinn eftir fimm leiki. Þeir blómstruðu saman undir stjórn Claudio Ranieri en það var síðan Jose Mourinho sem endaði það þegar hann tók við sumarið 2004. Hasselbaink fékk ekki annan samning og fór á frjálsri sölu til Middlesbrough. Eiður Smári átti hins vegar góða tíma undir stjórn Jose Mourinho og saman unnu þeir meðal annars ensku deildina tvisvar sinnum. Eiður Smári segir meðal annars frá því í þættinum hverju hann svaraði þegar Rainieri bauðst til að hjálpa honum að finna nýtt félag. Eiður Smári lofaði Ranieri að hann yrði lengur hjá Chelsea en hann og stóð síðan við það. Þessi orð Eiðs Smári fengu að launum mikinn viðbrögð úr salnum. Í hlaðvarpsþættinum ræða þeir Eiður og Jimmy hvernig þeir fóru næstum því til Liverpool og Barcelona áður en þeir komu til Chelsea og segja frá því þegar Roman Abramovich mætti á svæðið hjá Chelsea. Það hafði örugglega mikil áhrif á því hversu vel þeir náðu saman að Eiður Smári kunni hollensku frá tíma sínum hjá PSV Eindhoven og gat því talað við Hollendinginn á hans móðurmáli. „Þess vegna vissu varnarmennirnir oft ekki hvað við ætluðum að gera,“ rifja þeir upp hlæjandi en hér fyrir neðan má sjá þáttinn með Eiði Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink. Enski boltinn Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Íslendingur hefur líklega aldrei verið hluti af hættulegra sóknartvíeyki en Eiður Smári Guðjohnsen var á árunum 2000 til 2004. Sky Sport fannst kominn tími á að rifja upp þetta skemmtilega samstarf hans og Jimmy Floyd Hasselbaink sem hófst fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Útkoman er mjög skemmtileg. Það má finna stórskemmtilegt spjall þeirra Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink í hlaðvarpsþættinum The Transfer Talk Podcast sem er á vegum Sky Sports. Þeir nota eld og ís til að lýsa Hollendingnum og Íslendingnum. Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink skiluðu Chelsea liðinu 146 mörkum á þeim fjórum tímabilum sem þeir spiluðu saman á Brúnni, Eiður var með 59 mörk en Jimmy Floyd skoraði 87 mörk. Gianluca Vialli, þá knattspyrnustjóri Chelsea, bjó það til með því að kaupa Eið Smára frá Bolton og Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid. Eiður Smári hélt ekki upp á 22 ára afmælið fyrr en seinna um haustið en Hasselbaink var sex árum eldri. Gianluca Vialli sá tíeykið ekki blómstra undir sinni stjórn því hann var rekinn eftir fimm leiki. Þeir blómstruðu saman undir stjórn Claudio Ranieri en það var síðan Jose Mourinho sem endaði það þegar hann tók við sumarið 2004. Hasselbaink fékk ekki annan samning og fór á frjálsri sölu til Middlesbrough. Eiður Smári átti hins vegar góða tíma undir stjórn Jose Mourinho og saman unnu þeir meðal annars ensku deildina tvisvar sinnum. Eiður Smári segir meðal annars frá því í þættinum hverju hann svaraði þegar Rainieri bauðst til að hjálpa honum að finna nýtt félag. Eiður Smári lofaði Ranieri að hann yrði lengur hjá Chelsea en hann og stóð síðan við það. Þessi orð Eiðs Smári fengu að launum mikinn viðbrögð úr salnum. Í hlaðvarpsþættinum ræða þeir Eiður og Jimmy hvernig þeir fóru næstum því til Liverpool og Barcelona áður en þeir komu til Chelsea og segja frá því þegar Roman Abramovich mætti á svæðið hjá Chelsea. Það hafði örugglega mikil áhrif á því hversu vel þeir náðu saman að Eiður Smári kunni hollensku frá tíma sínum hjá PSV Eindhoven og gat því talað við Hollendinginn á hans móðurmáli. „Þess vegna vissu varnarmennirnir oft ekki hvað við ætluðum að gera,“ rifja þeir upp hlæjandi en hér fyrir neðan má sjá þáttinn með Eiði Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink.
Enski boltinn Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira