Fingraför Klopp á nýju æfingasvæði Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2020 13:30 Klopp er svona ánægður með að komast á nýtt æfingasvæði í sumar. Vísir/Getty Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, mun í sumar yfirgefa Melwood, hið fornfræga æfingasvæði liðsins, þar sem liðið hefur æft frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Gengi Liverpool undanfarin tvö ár hefur verið lyginni líkast og stefnt er að því að viðhalda þeim árangri með því að færa liðið yfir á uppfært æfingasvæði í Kirkby þar sem U23 ára lið félagsins sem og yngri lið þess æfa. Munu viðbæturnar við svæðið kosta allt að 50 milljónir punda en uppbygging svæðisins hófst árið 2017.James Pearce hjá The Athletic greinir frá þessu. Ljóst að er að knattspyrnustjóri Liverpool, hinn þýski Jürgen Klopp, hefur haft mikið að segja um hvernig svæðið í Kirkby er byggt upp. Það verður tennis völlur, utandyra, svo Klopp og aðstoðarmaður hans Pepjin Lijnders geti keppt milli æfinga eða eftir. Þá verða lagðir þrír grasvellir með svokölluðu GrassMaster hybrid grasi sem er blanda af venjulegu grasi sem og gervigrasi. Einnig verður sérstakt svæði sérstaklega ætlað markmannsæfingum. Kirkby er staðsett tæpum 13 kílómetrum frá miðborg Liverpool. Þá er svæðið rúmum níu og hálfum kílómetra frá núverandi æfingasvæði liðsins í Melwood. Vegalengd sem Klopp er ósáttur með. Svona ku svæðið við Kirkby vera þegar allt er tilbúið.Vísir/Athletic Klopp hefur sagt að aðstaðan í Kirkby sé „mikil yfirlýsing“ frá Liverpool og sýnir metnað þeirra á komandi árum. Undir þetta tekur Tom Werner, einn af stjórnarmönnum Fenway Sports Group (FSG) sem á Liverpool. Werner hefur sagt að langtíma áætlun FSG sé að fjárfesta í, og þannig stækka, klúbbinn bæði innan- sem utan vallar.„Það hefur alltaf verið metnaður fyrir því byggja æfingaaðstöðu sem telst meðal þeirra bestu í heimi þar sem yngri leikmenn félagsins geti notið sín og átt beina leið inn í aðallið félagsins,“ sagði Werner. Svæðið í Kirkby mun vera 9200 fermetrar að stærð og hýsa bæði U23 ára lið félagsins ásamt aðalliðinu. Þá eru yngri liðin staðsett á æfingasvæði rétt hjá. Klopp mun þó hafa skipt svæðinu upp svo leikmenn í U23 ára liðinu þurfi að vinna sér inn að fá að lyfta með leikmönnum aðalliðsins. Markmiðið er að fá leikmenn til að vinna enn harðar í von um að komast í aðallið Liverpool. Ásamt tennisvellinum, nýlögðum grasvöllum og sérstöku svæði til markmannsæfinga þá verða tvær líkamsræktarstöðvar á svæðinu, innanhúsvöllur í fullri stærð, sundlaug, sérstakir kæliklefar sem flýta fyrir endurhæfingu og aðstaða fyrir læknateymi félagsins. Klopp hefur sagt að hann elski Melwood en svæðið sé einfaldlega orðið of gamalt og vegalengdin á milli aðalliðsins og yngri liða félagsins sé einfaldlega of mikil. Liverpool seldi svæðið fyrir 10 milljónir punda og mun sá peningur fara upp í kostnað á nýja svæðinu. Þá er Liverpool opið fyrir hugmyndinni að selja nafnið á æfingasvæðinu fyrir dágóða summu líkt og Manchester United gerði en bandaríska tryggingafyrirtækið Aon keypti nafnið á æfingasvæði félagsins við Carrington. Líkt og Louis Van Gaal lét gera hjá Manchester United á sínum tíma þá hafa Liverpool menn plantað trjám í kringum æfingasvæðið til þessa að hindra það að vindur geti haft of mikil áhrif á æfingar félagsins. Mynd innan úr æfingasvæðinu við Kirkby.Vísir/Athletic Einnig verður aðstaða fyrir leikmenn og starfsmenn til að slaka á eftir æfingar ásamt matarsvæði. Að lokum verður sjónvarpsstúdíó fyrir sjónvarpsstöð félagsins, aðstaða fyrir blaðamannafundi og nóg af skrifstofum en það ku vera skortur á þeim á Melwood samkvæmt Klopp. Sá þýski mun einnig hafa kvartað yfir slakri aðstöðu innandyra. Klopp er þó ekki eini maðurinn sem hefur haft puttana í uppbyggingu svæðisins en þeir Michael Edwards (yfirmaður íþróttamála), Alex Inglethorpe (yfirmaður akademíu Liverpool), ásamt Lijnders, Jorden Henderson og James Milner hafa fengið að koma sínum skoðunum á framfæri. Eiga forsvarsmenn Liverpool að hafa skoðað aðstöðu hinna ýmsu liða um gervalla Evrópu til að ákvarða hvað myndi henta þeim best. Þá var félagið KSS fengið til að sjá um byggingu svæðisins en það er sama félag og byggði nýjan völl Tottenham Hotspur sem og æfingasvæði Lundúnafélagsins ásamt nýju æfingasvæði Leicester City.„Að koma akademíu félagsins og aðalliðinu undir sama þak er eitt en þetta snýst líka um að bæta þá hluti sem við getum bætt. Þetta verður bara jákvætt fyrir framtíð félagsins. Ég trúi því að innviðir félagsins geti viðhaldið árangri okkar,“ sagði Klopp meðal annars við The Athletic. Hann vill hafa betri aðgang að yngri liðum sem og að yngri liðin hafi betri aðgang að aðalliðinu. Yngri leikmenn félagsins eiga að geta séð leikmenn á borð við Virgil Van Dijk, Jordan Henderson, Sadio Mané og Mo Salah. Séð þannig hvernig þeir æfa og hvað þeir leggja á sig. Þá verður mun auðveldara að færa leikmenn upp í aðalliðshópinn ef það vantar þar sem yngri leikmennirnir eru á staðnum. Það verður því áhugavert að sjá hvort ný aðstaða muni leiða til þess að fleiri leikmenn á borð við Trent Alexander-Arnold komi upp í aðallið Liverpool á komandi árum. Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, mun í sumar yfirgefa Melwood, hið fornfræga æfingasvæði liðsins, þar sem liðið hefur æft frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Gengi Liverpool undanfarin tvö ár hefur verið lyginni líkast og stefnt er að því að viðhalda þeim árangri með því að færa liðið yfir á uppfært æfingasvæði í Kirkby þar sem U23 ára lið félagsins sem og yngri lið þess æfa. Munu viðbæturnar við svæðið kosta allt að 50 milljónir punda en uppbygging svæðisins hófst árið 2017.James Pearce hjá The Athletic greinir frá þessu. Ljóst að er að knattspyrnustjóri Liverpool, hinn þýski Jürgen Klopp, hefur haft mikið að segja um hvernig svæðið í Kirkby er byggt upp. Það verður tennis völlur, utandyra, svo Klopp og aðstoðarmaður hans Pepjin Lijnders geti keppt milli æfinga eða eftir. Þá verða lagðir þrír grasvellir með svokölluðu GrassMaster hybrid grasi sem er blanda af venjulegu grasi sem og gervigrasi. Einnig verður sérstakt svæði sérstaklega ætlað markmannsæfingum. Kirkby er staðsett tæpum 13 kílómetrum frá miðborg Liverpool. Þá er svæðið rúmum níu og hálfum kílómetra frá núverandi æfingasvæði liðsins í Melwood. Vegalengd sem Klopp er ósáttur með. Svona ku svæðið við Kirkby vera þegar allt er tilbúið.Vísir/Athletic Klopp hefur sagt að aðstaðan í Kirkby sé „mikil yfirlýsing“ frá Liverpool og sýnir metnað þeirra á komandi árum. Undir þetta tekur Tom Werner, einn af stjórnarmönnum Fenway Sports Group (FSG) sem á Liverpool. Werner hefur sagt að langtíma áætlun FSG sé að fjárfesta í, og þannig stækka, klúbbinn bæði innan- sem utan vallar.„Það hefur alltaf verið metnaður fyrir því byggja æfingaaðstöðu sem telst meðal þeirra bestu í heimi þar sem yngri leikmenn félagsins geti notið sín og átt beina leið inn í aðallið félagsins,“ sagði Werner. Svæðið í Kirkby mun vera 9200 fermetrar að stærð og hýsa bæði U23 ára lið félagsins ásamt aðalliðinu. Þá eru yngri liðin staðsett á æfingasvæði rétt hjá. Klopp mun þó hafa skipt svæðinu upp svo leikmenn í U23 ára liðinu þurfi að vinna sér inn að fá að lyfta með leikmönnum aðalliðsins. Markmiðið er að fá leikmenn til að vinna enn harðar í von um að komast í aðallið Liverpool. Ásamt tennisvellinum, nýlögðum grasvöllum og sérstöku svæði til markmannsæfinga þá verða tvær líkamsræktarstöðvar á svæðinu, innanhúsvöllur í fullri stærð, sundlaug, sérstakir kæliklefar sem flýta fyrir endurhæfingu og aðstaða fyrir læknateymi félagsins. Klopp hefur sagt að hann elski Melwood en svæðið sé einfaldlega orðið of gamalt og vegalengdin á milli aðalliðsins og yngri liða félagsins sé einfaldlega of mikil. Liverpool seldi svæðið fyrir 10 milljónir punda og mun sá peningur fara upp í kostnað á nýja svæðinu. Þá er Liverpool opið fyrir hugmyndinni að selja nafnið á æfingasvæðinu fyrir dágóða summu líkt og Manchester United gerði en bandaríska tryggingafyrirtækið Aon keypti nafnið á æfingasvæði félagsins við Carrington. Líkt og Louis Van Gaal lét gera hjá Manchester United á sínum tíma þá hafa Liverpool menn plantað trjám í kringum æfingasvæðið til þessa að hindra það að vindur geti haft of mikil áhrif á æfingar félagsins. Mynd innan úr æfingasvæðinu við Kirkby.Vísir/Athletic Einnig verður aðstaða fyrir leikmenn og starfsmenn til að slaka á eftir æfingar ásamt matarsvæði. Að lokum verður sjónvarpsstúdíó fyrir sjónvarpsstöð félagsins, aðstaða fyrir blaðamannafundi og nóg af skrifstofum en það ku vera skortur á þeim á Melwood samkvæmt Klopp. Sá þýski mun einnig hafa kvartað yfir slakri aðstöðu innandyra. Klopp er þó ekki eini maðurinn sem hefur haft puttana í uppbyggingu svæðisins en þeir Michael Edwards (yfirmaður íþróttamála), Alex Inglethorpe (yfirmaður akademíu Liverpool), ásamt Lijnders, Jorden Henderson og James Milner hafa fengið að koma sínum skoðunum á framfæri. Eiga forsvarsmenn Liverpool að hafa skoðað aðstöðu hinna ýmsu liða um gervalla Evrópu til að ákvarða hvað myndi henta þeim best. Þá var félagið KSS fengið til að sjá um byggingu svæðisins en það er sama félag og byggði nýjan völl Tottenham Hotspur sem og æfingasvæði Lundúnafélagsins ásamt nýju æfingasvæði Leicester City.„Að koma akademíu félagsins og aðalliðinu undir sama þak er eitt en þetta snýst líka um að bæta þá hluti sem við getum bætt. Þetta verður bara jákvætt fyrir framtíð félagsins. Ég trúi því að innviðir félagsins geti viðhaldið árangri okkar,“ sagði Klopp meðal annars við The Athletic. Hann vill hafa betri aðgang að yngri liðum sem og að yngri liðin hafi betri aðgang að aðalliðinu. Yngri leikmenn félagsins eiga að geta séð leikmenn á borð við Virgil Van Dijk, Jordan Henderson, Sadio Mané og Mo Salah. Séð þannig hvernig þeir æfa og hvað þeir leggja á sig. Þá verður mun auðveldara að færa leikmenn upp í aðalliðshópinn ef það vantar þar sem yngri leikmennirnir eru á staðnum. Það verður því áhugavert að sjá hvort ný aðstaða muni leiða til þess að fleiri leikmenn á borð við Trent Alexander-Arnold komi upp í aðallið Liverpool á komandi árum.
Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira