Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 13:04 Birgir Gunnarsson, verðandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ræðir við fréttamenn við sinn gamla vinnustað. stöð 2 Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið ákvörðun þess efnis og mun Birgir hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Hann gegndi síðast starfi forstjóra Reykjalundar en var óvænt sagt upp síðastliðið haust eftir 12 ára starf hjá stofnuninni. Á vefsíðu Ísafjarðarbæjar er greint frá ráðningu Birgis og ferill hans rakinn. Hann er fæddur árið 1963, uppalinn á Siglufirði þaðan sem hann lauk grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. Á árabilinu 1991 til 2007 var Birgir forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Þaðan hélt hann til Reykjalundar þar sem hann gegndi stöðu forstjóra allt fram í október í fyrra. Þá var honum sagt upp nokkuð fyrirvaralaust, en segja má að uppsögn hans hafi verið ein af fyrstu stigum ólgunnar sem þjakaði Reykjalund undir lok síðasta árs.Sjá einnig: Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund, hafnaði því að nokkuð „saknæmt“ hefði átt sér stað við uppsögn hans og sagði formaður sambandsins að stjórnin hafi einfaldlega talið nauðsynlegt að segja Birgi upp, rétt eins og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Það hefur þó einnig staðið styr um stöðu bæjarstjóra á Ísafirði. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, tók sjálfur pokann sinn nokkuð óvænt núna í upphafi árs eftir rétt rúmlega tveggja ára starf. Starfslokin komu mörgum á óvart, ekki síst vegna eftirtektarverðar framgöngu bæjarstjórans í fjölmiðlum eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri og í Súgandafjörð um miðjan janúar. Engar skýringar hafa fengist á uppsögn Guðmundar en opinbera ástæðan var sögð vera „ólík sýn“ á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Ísafjarðarbær Ólga á Reykjalundi Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Sjá meira
Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið ákvörðun þess efnis og mun Birgir hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Hann gegndi síðast starfi forstjóra Reykjalundar en var óvænt sagt upp síðastliðið haust eftir 12 ára starf hjá stofnuninni. Á vefsíðu Ísafjarðarbæjar er greint frá ráðningu Birgis og ferill hans rakinn. Hann er fæddur árið 1963, uppalinn á Siglufirði þaðan sem hann lauk grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. Á árabilinu 1991 til 2007 var Birgir forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Þaðan hélt hann til Reykjalundar þar sem hann gegndi stöðu forstjóra allt fram í október í fyrra. Þá var honum sagt upp nokkuð fyrirvaralaust, en segja má að uppsögn hans hafi verið ein af fyrstu stigum ólgunnar sem þjakaði Reykjalund undir lok síðasta árs.Sjá einnig: Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund, hafnaði því að nokkuð „saknæmt“ hefði átt sér stað við uppsögn hans og sagði formaður sambandsins að stjórnin hafi einfaldlega talið nauðsynlegt að segja Birgi upp, rétt eins og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Það hefur þó einnig staðið styr um stöðu bæjarstjóra á Ísafirði. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, tók sjálfur pokann sinn nokkuð óvænt núna í upphafi árs eftir rétt rúmlega tveggja ára starf. Starfslokin komu mörgum á óvart, ekki síst vegna eftirtektarverðar framgöngu bæjarstjórans í fjölmiðlum eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri og í Súgandafjörð um miðjan janúar. Engar skýringar hafa fengist á uppsögn Guðmundar en opinbera ástæðan var sögð vera „ólík sýn“ á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins.
Ísafjarðarbær Ólga á Reykjalundi Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Sjá meira
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30