Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 13:04 Birgir Gunnarsson, verðandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ræðir við fréttamenn við sinn gamla vinnustað. stöð 2 Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið ákvörðun þess efnis og mun Birgir hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Hann gegndi síðast starfi forstjóra Reykjalundar en var óvænt sagt upp síðastliðið haust eftir 12 ára starf hjá stofnuninni. Á vefsíðu Ísafjarðarbæjar er greint frá ráðningu Birgis og ferill hans rakinn. Hann er fæddur árið 1963, uppalinn á Siglufirði þaðan sem hann lauk grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. Á árabilinu 1991 til 2007 var Birgir forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Þaðan hélt hann til Reykjalundar þar sem hann gegndi stöðu forstjóra allt fram í október í fyrra. Þá var honum sagt upp nokkuð fyrirvaralaust, en segja má að uppsögn hans hafi verið ein af fyrstu stigum ólgunnar sem þjakaði Reykjalund undir lok síðasta árs.Sjá einnig: Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund, hafnaði því að nokkuð „saknæmt“ hefði átt sér stað við uppsögn hans og sagði formaður sambandsins að stjórnin hafi einfaldlega talið nauðsynlegt að segja Birgi upp, rétt eins og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Það hefur þó einnig staðið styr um stöðu bæjarstjóra á Ísafirði. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, tók sjálfur pokann sinn nokkuð óvænt núna í upphafi árs eftir rétt rúmlega tveggja ára starf. Starfslokin komu mörgum á óvart, ekki síst vegna eftirtektarverðar framgöngu bæjarstjórans í fjölmiðlum eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri og í Súgandafjörð um miðjan janúar. Engar skýringar hafa fengist á uppsögn Guðmundar en opinbera ástæðan var sögð vera „ólík sýn“ á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Ísafjarðarbær Ólga á Reykjalundi Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið ákvörðun þess efnis og mun Birgir hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Hann gegndi síðast starfi forstjóra Reykjalundar en var óvænt sagt upp síðastliðið haust eftir 12 ára starf hjá stofnuninni. Á vefsíðu Ísafjarðarbæjar er greint frá ráðningu Birgis og ferill hans rakinn. Hann er fæddur árið 1963, uppalinn á Siglufirði þaðan sem hann lauk grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. Á árabilinu 1991 til 2007 var Birgir forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Þaðan hélt hann til Reykjalundar þar sem hann gegndi stöðu forstjóra allt fram í október í fyrra. Þá var honum sagt upp nokkuð fyrirvaralaust, en segja má að uppsögn hans hafi verið ein af fyrstu stigum ólgunnar sem þjakaði Reykjalund undir lok síðasta árs.Sjá einnig: Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund, hafnaði því að nokkuð „saknæmt“ hefði átt sér stað við uppsögn hans og sagði formaður sambandsins að stjórnin hafi einfaldlega talið nauðsynlegt að segja Birgi upp, rétt eins og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Það hefur þó einnig staðið styr um stöðu bæjarstjóra á Ísafirði. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, tók sjálfur pokann sinn nokkuð óvænt núna í upphafi árs eftir rétt rúmlega tveggja ára starf. Starfslokin komu mörgum á óvart, ekki síst vegna eftirtektarverðar framgöngu bæjarstjórans í fjölmiðlum eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri og í Súgandafjörð um miðjan janúar. Engar skýringar hafa fengist á uppsögn Guðmundar en opinbera ástæðan var sögð vera „ólík sýn“ á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins.
Ísafjarðarbær Ólga á Reykjalundi Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30