Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 08:15 Reykjalundur, endurhæfingarstöð SÍBS, er staðsettur í Mosfellsbæ. Skjáskot/Ja.is Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar. Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar.
Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira