Sportpakkinn: HSÍ er brugðið eftir að sambandið fékk tíu milljónum lægri styrk en það bjóst við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:15 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur áhyggjur af stöðunni. Mynd/S2 Sport Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira