Gríðarleg aðsókn í verknám en margir fá ekki inni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:30 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Ásókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár og hafa skólar þurft að hafna fjölmörgum umsóknum vegna plássleysis. Tækniskólinn þurfti að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í byggingar-og raftækninám á þessari önn. Skólameistari segir það ömurlegt. Undir Tækniskólanum í Reykjavík eru Byggingartækniskólinn og Raftækniskólinn og hefur síðustu ár þurft að hafna stórum hluta þeirra umsókna sem hafa borist í nám þar í dagskóla vegna plássleysis. Frá haustinu 2018 til síðasta haust þurfti skólinn að hafna um 25% til 30% umsókna í byggingartækninámi en nú á vorönn var tæplega helmingi umsókna hafnað. Svipuð þróun hefur verið varðandi nám við Raftækniskólann en nú í vorönn var um 36% umsókna hafnað. Umsóknir í dagsskóla Byggingatækniskólans í Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. „Þetta er náttúrulega alveg ömurlegt, Fólk segir að þetta sé lúxusvandamál en það er ekki rétt. Ég veit það sjálf komandi úr atvinnulífinu að okkur vantar fleira fólk með verk-og tækniþekkingu. Þetta er bara mikill höfuðverkur og eitt það erfiðasta sem mínir stjórnendur hafa glímt við því þetta er svo breytt staða frá sem áður var þegar þurfti nánast að veiða fólk inní skólann,“ segir Hildur. Hildur segir að Menntamálaráðuneytið sé upplýst um vandann. „Ég hef fulla trú að þetta verði unnið vel þar því að þetta er menntun sem að landið okkar þarf,“ segir Hildur sem býst við að málin skýrist betur á vormánuðum eða í sumar. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar segir einkennilegt að ekki sé hægt að bæta við húsakost skóla sem vísa nemum frá vegna plássleysis. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri Rafmenntar segir að stéttarfélög hafi bent á þennan vanda. „Það er skrítið að það skuli ekki vera lögð meiri áhersla á að bæta húsakost skólanna til að taka á móti stærri hópum eða fleiri hópum. Maður veit eiginlega ekki hvað ræður þessu hvort að fjármagnið spili þar inní. Stéttarfélögin hafa beitt sér fyrir og kvartað yfir því og látið vita að það séu ekki til næg pláss í skólunum fyrir þá nema sem vilja fara í verknám,“ segir Þór. Nokkrir nemar voru að taka sveinspróf í Rafmennt og framtíðin er björt. „Þeir eru allir í vinnu, það vantar engum sem er í sveinsprófi hér vinnu,“ segir Þór að lokum.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira