Biden í bölvuðum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 16:48 Biden með stuðningsmönnum sínum í Suður-Karólínu. AP/Gerald Herbert Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15