Fagnar endurkomu Ómars Inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2020 17:15 Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/getty Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik þegar Aalborg vann Team Tvis Holstebro, 23-21, í uppgjöri tveggja efstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ómar skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Hann skoraði tvö síðustu mörk Aalborg og tryggði meisturunum sigurinn. Selfyssingurinn byrjaði aftur að spila með Aalborg fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið frá í átta mánuði vegna höfuðmeiðsla. Danski handboltamaðurinn og handboltaspekingurinn Rasmus Boysen, sem leikur með Sigvalda Guðjónssyni hjá Elverum í Noregi, hrósaði Ómari eftir leikinn. „Það er stórkostlegt að sjá Ómar Inga Magnússon aftur á vellinum eftir meiri háttar heilahristing. Frábær leikmaður!“ skrifaði Boysen á Twitter. It’s fantastic to see Omar Ingi Magnusson back in business after the severe concussion. Great player!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 12, 2020 Ómar missti af úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í fyrra þar sem Aalborg stóð uppi sem sigurvegari. Hann lék heldur ekki með íslenska landsliðinu á EM í byrjun þessa árs. Selfyssingurinn lék sinn fyrsta leik fyrir Aalborg í átta mánuði þegar liðið vann SønderjyskE, 28-23, 2. febrúar. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í leiknum. Eftir tímabilið gengur Ómar til liðs við Magdeburg í Þýskalandi. Danski handboltinn Tengdar fréttir Ómar Ingi í ham í toppslagnum eftir erfiðan tíma Eftir að hafa verið átta mánuði utan vallar vegna höfuðmeiðsla átti landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon stórleik í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. 12. febrúar 2020 21:23 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik þegar Aalborg vann Team Tvis Holstebro, 23-21, í uppgjöri tveggja efstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ómar skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Hann skoraði tvö síðustu mörk Aalborg og tryggði meisturunum sigurinn. Selfyssingurinn byrjaði aftur að spila með Aalborg fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið frá í átta mánuði vegna höfuðmeiðsla. Danski handboltamaðurinn og handboltaspekingurinn Rasmus Boysen, sem leikur með Sigvalda Guðjónssyni hjá Elverum í Noregi, hrósaði Ómari eftir leikinn. „Það er stórkostlegt að sjá Ómar Inga Magnússon aftur á vellinum eftir meiri háttar heilahristing. Frábær leikmaður!“ skrifaði Boysen á Twitter. It’s fantastic to see Omar Ingi Magnusson back in business after the severe concussion. Great player!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 12, 2020 Ómar missti af úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í fyrra þar sem Aalborg stóð uppi sem sigurvegari. Hann lék heldur ekki með íslenska landsliðinu á EM í byrjun þessa árs. Selfyssingurinn lék sinn fyrsta leik fyrir Aalborg í átta mánuði þegar liðið vann SønderjyskE, 28-23, 2. febrúar. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í leiknum. Eftir tímabilið gengur Ómar til liðs við Magdeburg í Þýskalandi.
Danski handboltinn Tengdar fréttir Ómar Ingi í ham í toppslagnum eftir erfiðan tíma Eftir að hafa verið átta mánuði utan vallar vegna höfuðmeiðsla átti landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon stórleik í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. 12. febrúar 2020 21:23 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira
Ómar Ingi í ham í toppslagnum eftir erfiðan tíma Eftir að hafa verið átta mánuði utan vallar vegna höfuðmeiðsla átti landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon stórleik í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. 12. febrúar 2020 21:23