Ákveðið að fresta Milljarði rís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 11:55 Milljarður rís verður haldinn í Hörpu föstudaginn 14. febrúar klukkan 12:15. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira