Ákveðið að fresta Milljarði rís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 11:55 Milljarður rís verður haldinn í Hörpu föstudaginn 14. febrúar klukkan 12:15. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira