Ákveðið að fresta Milljarði rís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 11:55 Milljarður rís verður haldinn í Hörpu föstudaginn 14. febrúar klukkan 12:15. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira