Opin fyrir því að semja sérstaklega við starfsfólk á leikskólum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 14:23 Óhætt er að segja að mikið sé í húfi því næsta verkfall verður að óbreyttu laust fyrir miðnætti á mánudag en það verður ótímabundið. Vísir/Stöð 2 Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segist vera opin fyrir því að ræða kjör starfsfólks á leikskólum sérstaklega. Ótímabundið verkfall Eflingarstarfsfólks sem skellur á laust fyrir miðnætti á mánudag sé mikið áhyggjuefni. Í dag er þriðji verkfallsdagurinn í röð hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg en verkfallið stendur til miðnættis í kvöld. Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara á föstudag og bar ekki mikinn árangur. Búið var að boða samninganefndirnar til fundar á mánudag, rétt áður en verkfallið skall á, en þeim fundi var aflýst með skömmum fyrirvara. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara fyrir hádegi að ekki væri búið að boða til nýs fundar og er alls óvíst hvenær það verður gert. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði að staðan í samningaviðræðunum væri óbreytt og að enn væri langt í land. „Það er þá viðfangsefni okkar. Það sem við höfum bent á er að við viljum gjarnan ræða einstaka hópa. Ef það er mat Eflingar að það séu einhverjir hópar sem þurfi að skoða sérstaklega - sem til dæmis hefur verið bent á starfsmenn á leikskól - þá hefðum við viljað taka þá umræðu,“ segir Harpa. Þannig að þið eruð opin fyrir því að taka starfsfólk leikskólanna út fyrir sviga og skoða sérstaklega? „Við höfum rætt það að ef það er einhver flötur þar að þá sé sjálfsagt að skoða það. En leiðrétting heilt yfir alla er eitthvað sem við sjáum ekki flöt á,“ svarar Harpa. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.vísir/vilhelm Óhætt er að segja að mikið sé í húfi því næsta verkfall verður að óbreyttu laust fyrir miðnætti á mánudag en það verður ótímabundið. „Vissulega er það áhyggjuefni en viðfangsefni okkar er að semja við alla starfsmenn Reykjavíkurborgar sem eru með lausa samninga. Ef við sjáum einhvern ómöguleika í framsetningu Eflingar gagnvart öðrum hópum þá er verkfall í sjálfu sér ekki að leysa það,“ segir Harpa og bætir við að samninganefnd borgarinnar hafi mikinn samningsvilja. „Það er einlæg von okkar, samninganefndar Reykjavíkurborgar, að við náum að ganga frá nýjum kjarasamningi sem er öllum mikið hagsmunamál.“ Fáein tilfelli um hugsanleg verkfallsbrot Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður Eflingar, var stödd við vörslu í Vesturbænum þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að örfá tilfelli hefðu komið upp um möguleg verkfallsbrot sem verði skoðuð nánar síðar. Ingibjörg metur þó tilfellin sem svo að ekki hafi endilega verið brotavilji á ferð. „Fólk er að reyna sitt besta og það hefur kannski ekki fengið réttar upplýsingar eða slíkt,“ segir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. 12. febrúar 2020 14:21 Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. 12. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segist vera opin fyrir því að ræða kjör starfsfólks á leikskólum sérstaklega. Ótímabundið verkfall Eflingarstarfsfólks sem skellur á laust fyrir miðnætti á mánudag sé mikið áhyggjuefni. Í dag er þriðji verkfallsdagurinn í röð hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg en verkfallið stendur til miðnættis í kvöld. Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara á föstudag og bar ekki mikinn árangur. Búið var að boða samninganefndirnar til fundar á mánudag, rétt áður en verkfallið skall á, en þeim fundi var aflýst með skömmum fyrirvara. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara fyrir hádegi að ekki væri búið að boða til nýs fundar og er alls óvíst hvenær það verður gert. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði að staðan í samningaviðræðunum væri óbreytt og að enn væri langt í land. „Það er þá viðfangsefni okkar. Það sem við höfum bent á er að við viljum gjarnan ræða einstaka hópa. Ef það er mat Eflingar að það séu einhverjir hópar sem þurfi að skoða sérstaklega - sem til dæmis hefur verið bent á starfsmenn á leikskól - þá hefðum við viljað taka þá umræðu,“ segir Harpa. Þannig að þið eruð opin fyrir því að taka starfsfólk leikskólanna út fyrir sviga og skoða sérstaklega? „Við höfum rætt það að ef það er einhver flötur þar að þá sé sjálfsagt að skoða það. En leiðrétting heilt yfir alla er eitthvað sem við sjáum ekki flöt á,“ svarar Harpa. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.vísir/vilhelm Óhætt er að segja að mikið sé í húfi því næsta verkfall verður að óbreyttu laust fyrir miðnætti á mánudag en það verður ótímabundið. „Vissulega er það áhyggjuefni en viðfangsefni okkar er að semja við alla starfsmenn Reykjavíkurborgar sem eru með lausa samninga. Ef við sjáum einhvern ómöguleika í framsetningu Eflingar gagnvart öðrum hópum þá er verkfall í sjálfu sér ekki að leysa það,“ segir Harpa og bætir við að samninganefnd borgarinnar hafi mikinn samningsvilja. „Það er einlæg von okkar, samninganefndar Reykjavíkurborgar, að við náum að ganga frá nýjum kjarasamningi sem er öllum mikið hagsmunamál.“ Fáein tilfelli um hugsanleg verkfallsbrot Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður Eflingar, var stödd við vörslu í Vesturbænum þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að örfá tilfelli hefðu komið upp um möguleg verkfallsbrot sem verði skoðuð nánar síðar. Ingibjörg metur þó tilfellin sem svo að ekki hafi endilega verið brotavilji á ferð. „Fólk er að reyna sitt besta og það hefur kannski ekki fengið réttar upplýsingar eða slíkt,“ segir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. 12. febrúar 2020 14:21 Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. 12. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. 12. febrúar 2020 14:21
Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30
Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15
Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. 12. febrúar 2020 18:45