Segir að þó Ísland yrði gert að sænskri hippakommúnu væri það ekkert á móti lokun álvera á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 16:36 Sigmundur Davíð telur málflutning yfirlýstra umhverfissinna barnalegan. „Þótt allar öfgakenndustu hugmyndir, til næstu áratuga, um að setja alla á reiðhjól, gera alla vegan og breyta Íslandi í „sænska hippakommúnu” myndu rætast næði það aldrei að vega upp þá aukningu sem verður á losun gróðurhúsalofttegunda ef álver flyst frá Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð segir það einfaldlega svo að álverið í Straumsvík, þegar allt er talið, sé ákaflega umhverfisvænt. Og hann segir það furðulegt að sjá fólk sem telur sig umhverfisverndarsinna skuli óska þess að álverinu í Straumsvík verði lokað. „Á Íslandi losna sem nemur um 2 tonnum af CO2 fyrir hvert framleitt tonn af áli. Í Kína, þar sem framleiðslan er knúin með kolabruna, losar sama framleiðsla um 21 tonn af CO2 eða um tífalt meira,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebooksíðu sína. Hann heldur áfram og segir að í fyrra hafi álverið í Straumsvík framleitt 212 þúsund tonn af áli. „Ef sú framleiðsla flyttist til Kína, eins og hún myndi gera við lokun í Straumsvík, færi magn losunar úr 424 kt. af CO2 í 4.452 kt. Munurinn á þessu nemur margfaldri losun vegna umferðar á Íslandi. Það má svo bæta við flugi, skipum, heimilum, landbúnaði, hinum ýmsu iðnfyrirtækjum osfrv. án þess að það jafnaðist á við þá aukningu sem yrði á losun ef framleiðsla eins álvers flyttist frá Íslandi.“ Sigmundur segir að í ljósi þessa megi telja alla þá sem hafa starfað í álveri hetjur. „Það ætti að sæma alla sem starfa í álveri á Íslandi orðu fyrir framlag sitt til loftslagsmála.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Miðflokkurinn Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
„Þótt allar öfgakenndustu hugmyndir, til næstu áratuga, um að setja alla á reiðhjól, gera alla vegan og breyta Íslandi í „sænska hippakommúnu” myndu rætast næði það aldrei að vega upp þá aukningu sem verður á losun gróðurhúsalofttegunda ef álver flyst frá Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð segir það einfaldlega svo að álverið í Straumsvík, þegar allt er talið, sé ákaflega umhverfisvænt. Og hann segir það furðulegt að sjá fólk sem telur sig umhverfisverndarsinna skuli óska þess að álverinu í Straumsvík verði lokað. „Á Íslandi losna sem nemur um 2 tonnum af CO2 fyrir hvert framleitt tonn af áli. Í Kína, þar sem framleiðslan er knúin með kolabruna, losar sama framleiðsla um 21 tonn af CO2 eða um tífalt meira,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebooksíðu sína. Hann heldur áfram og segir að í fyrra hafi álverið í Straumsvík framleitt 212 þúsund tonn af áli. „Ef sú framleiðsla flyttist til Kína, eins og hún myndi gera við lokun í Straumsvík, færi magn losunar úr 424 kt. af CO2 í 4.452 kt. Munurinn á þessu nemur margfaldri losun vegna umferðar á Íslandi. Það má svo bæta við flugi, skipum, heimilum, landbúnaði, hinum ýmsu iðnfyrirtækjum osfrv. án þess að það jafnaðist á við þá aukningu sem yrði á losun ef framleiðsla eins álvers flyttist frá Íslandi.“ Sigmundur segir að í ljósi þessa megi telja alla þá sem hafa starfað í álveri hetjur. „Það ætti að sæma alla sem starfa í álveri á Íslandi orðu fyrir framlag sitt til loftslagsmála.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Miðflokkurinn Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45