Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Ágúst Bjarni Garðarson skrifar 14. febrúar 2020 08:00 Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun