Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Ágúst Bjarni Garðarson skrifar 14. febrúar 2020 08:00 Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun