Örtröð og tómar hillur í aðdraganda sprengilægðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 20:33 Sérstaklega þykir eftirtektarvert að brauðhillur hafi tæmst. Slíkt gerist venjulega ekki á fimmtudögum, að sögn framkvæmdastjóra Krónunnar. Myndin er tekin í Krónunni á Granda síðdegis í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Innlent Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fleiri fréttir Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Innlent Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fleiri fréttir Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Sjá meira
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04
Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55