Hæstaréttardómari fær að áfrýja til Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2020 21:30 Þrír lykilstarfsmenn Landsbankans fyrir hrun hlutu fangelsisdóma í Hæstarétti árið 2016 fyrir markaðsmisnotkun. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli hans gegn Jóni Steindari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar var sýknaður, bæði í héraðsdómi og í Landsrétti, en Benedikt sendi inn málskotsbeiðni til Hæstaréttar þar sem hann fór fram á leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Benedikt telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi, meðal annars sökum þess að það varði mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins sem séu stjórnarskrárvarin réttindi. Málið var höfðað á hendur Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara.Vísir/Vilhelm Þá hafi það sérstaka þýðingu að ummælin hafi beinst að dómstörfum Benedikts og að gagnaðilinn, Jón Steinar, sé fyrrverandi hæstaréttardómari og starfandi lögmaður. Ekki hafi áður reynt á sambærilegt ágreiningsefni fyrir Hæstarétti. Auk þess telur Benedikt meðal annars að málsmeðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant vegna bréfaskipta og símtala Jóns Steinars við forseta Landsréttar, dómsformann málsins og skrifstofustjóra réttarins um skipun dómsins.Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í máli þessu myndi hafa almennt gildi um álitaefni varðandi frelsi lögmanna og annarra sérfróðra aðila sem gegna ábyrgðarhlutverki innan réttarvörslukerfisins, til að tjá sig opinberlga um embættisverk dómara. Því geti úrlausn málisins haft verulegt gildi umfram úrlausnir sem áður hafi gengið. Var áfrýjunarbeiðnin því tekin til greina. Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli hans gegn Jóni Steindari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar var sýknaður, bæði í héraðsdómi og í Landsrétti, en Benedikt sendi inn málskotsbeiðni til Hæstaréttar þar sem hann fór fram á leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Benedikt telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi, meðal annars sökum þess að það varði mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins sem séu stjórnarskrárvarin réttindi. Málið var höfðað á hendur Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara.Vísir/Vilhelm Þá hafi það sérstaka þýðingu að ummælin hafi beinst að dómstörfum Benedikts og að gagnaðilinn, Jón Steinar, sé fyrrverandi hæstaréttardómari og starfandi lögmaður. Ekki hafi áður reynt á sambærilegt ágreiningsefni fyrir Hæstarétti. Auk þess telur Benedikt meðal annars að málsmeðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant vegna bréfaskipta og símtala Jóns Steinars við forseta Landsréttar, dómsformann málsins og skrifstofustjóra réttarins um skipun dómsins.Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í máli þessu myndi hafa almennt gildi um álitaefni varðandi frelsi lögmanna og annarra sérfróðra aðila sem gegna ábyrgðarhlutverki innan réttarvörslukerfisins, til að tjá sig opinberlga um embættisverk dómara. Því geti úrlausn málisins haft verulegt gildi umfram úrlausnir sem áður hafi gengið. Var áfrýjunarbeiðnin því tekin til greina.
Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30
Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00