Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld.
Haaland, sem valinn var leikmaður janúarmánaðar í Þýskalandi, er kominn með 8 mörk í þeim 5 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Dortmund síðan hann kom frá Salzburg í Austurríki í síðasta mánuði. Hann skoraði þriðja mark Dortmund í kvöld en þeir Lukasz Piszczek, Jadon Sancho og Raphaël Guerreiro skoruðu einnig.
Dortmund er nú stigi á eftir toppliði Bayern München sem sækir Köln heim á sunnudaginn.
Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu
