„Ég er ekki frá því að ég haldi mig við þennan! Allavegana í einhvern smá tíma,“ segir Lína Birgitta í færslu á Instagram þar sem hún birtir mynd af sér og nýja kærastanum. Sá heppni heitir Guðmundur Birkir Pálmason og er einn vinsælasti hnykkjari landsins.
View this post on InstagramÉg er ekki frá því að ég haldi mig við þennan! Allavegana í einhvern smá tíma
Guðmundur birti sjálfur mynd af parinu um helgina og skrifar hann við myndina: „Þessi gerir mig gráhærðan.“
Lína Birgitta var gestur á dögunum í Einkalífinu og opnaði hún sig meðal annars um ástarsorg og hversu erfið hún getur verið.