Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 12:11 Kort sem sýnir landamæri Stærra Idaho. Íhaldsmenn í Oregon í Bandaríkjunum vilja breyta landamærum nokkurra ríkja við vesturströnd Bandaríkjanna og færa samfélög íhaldsmanna inni í Idaho. Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. Forsvarsmenn fylkingarinnar segja að um „friðsama uppreisn“ sé að ræða. Fylking þessi ber nafnið Move Oregon‘s Border for a Greater Idaho, eða Færum landamæri Oregon fyrir landamæri Stærra Idaho. Hillary Clinton hlaut naum meirihluta atkvæða í Oregon í forsetakosningunum 2016 en Donald Trump vann í Idaho með nærri því 60 prósent atkvæða. Fylkingin hefur leitað til yfirvalda 18 sýslna í Oregon vegna málsins og er að safna undirskriftum íbúa. Til þess að fá tillöguna í næstu kosningar þarf undirskriftir minnst sex prósenta íbúa. Leiðtogi samtakanna sagði Washington Post að næsta skref yrði að fá sýslur norðurhluta Kaliforníu, þar sem íbúar þykja einnig íhaldssamir, til að ganga sömuleiðis til liðs við hið nýja Idaho. Þing beggja ríkjanna og Bandaríkjanna allra yrðu að samþykkja breytingarnar, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Verulega ólíklegt er að tillögurnar verði nokkurn tímann samþykktar. Þær njóta þó stuðnings minnst eins þingmanns í Oregon. Sá heitir Gary Leif. „Ef Portland er að reyna að splundra ríkinu Oregon, þá eru þeir að standa sig frábærlega og munu ýta frekar undir það að af þessu verði,“ sagði Leif við Washington Post. „Það væri best að leifa Portland að vera Oregon og okkur að ganga til liðs við Idaho.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Repúblikanar í Oregon líta til Idaho. Í fyrra fóru þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon í felur þegar til stóð að greiða atkvæði um lög sem sneru að loftslagsbreytingum. Einhverjir þingmannanna flúðu til Idaho. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Íhaldsmenn í Oregon í Bandaríkjunum vilja breyta landamærum nokkurra ríkja við vesturströnd Bandaríkjanna og færa samfélög íhaldsmanna inni í Idaho. Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. Forsvarsmenn fylkingarinnar segja að um „friðsama uppreisn“ sé að ræða. Fylking þessi ber nafnið Move Oregon‘s Border for a Greater Idaho, eða Færum landamæri Oregon fyrir landamæri Stærra Idaho. Hillary Clinton hlaut naum meirihluta atkvæða í Oregon í forsetakosningunum 2016 en Donald Trump vann í Idaho með nærri því 60 prósent atkvæða. Fylkingin hefur leitað til yfirvalda 18 sýslna í Oregon vegna málsins og er að safna undirskriftum íbúa. Til þess að fá tillöguna í næstu kosningar þarf undirskriftir minnst sex prósenta íbúa. Leiðtogi samtakanna sagði Washington Post að næsta skref yrði að fá sýslur norðurhluta Kaliforníu, þar sem íbúar þykja einnig íhaldssamir, til að ganga sömuleiðis til liðs við hið nýja Idaho. Þing beggja ríkjanna og Bandaríkjanna allra yrðu að samþykkja breytingarnar, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Verulega ólíklegt er að tillögurnar verði nokkurn tímann samþykktar. Þær njóta þó stuðnings minnst eins þingmanns í Oregon. Sá heitir Gary Leif. „Ef Portland er að reyna að splundra ríkinu Oregon, þá eru þeir að standa sig frábærlega og munu ýta frekar undir það að af þessu verði,“ sagði Leif við Washington Post. „Það væri best að leifa Portland að vera Oregon og okkur að ganga til liðs við Idaho.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Repúblikanar í Oregon líta til Idaho. Í fyrra fóru þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon í felur þegar til stóð að greiða atkvæði um lög sem sneru að loftslagsbreytingum. Einhverjir þingmannanna flúðu til Idaho.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent