Niðurstaðan sýni hversu margir öldungardeildarþingmenn telji sig þurfa á stuðningi Trump að halda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 14:15 Silja Bára Ómarsdóttir. Forsætisráðuneytið Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í gærkvöldi með naumum meirihluta. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot.Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og greiddu þingmenn flokkanna atvæði eftir flokkslínum fyrir utan Susan Collins og Mitt Romney, þingmenn Repúblikana, sem studdu tillögu Demókrata. Það dugði ekki til að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. „Það verður hægt að ljúka þessum málaferlum í öldungadeildinni bara í næstu viku og það liggur þá í raun og veru ljóst fyrir að Trump verður ekki sakfelldur, ekki að það hafi verið miklar líkur á því. En niðurstaðan mun þá verða opinberlega ljós og hann er að flytja forsetaávarpið sem að verður á þriðjudaginn og gæti síðan líka skyggt á forval demókrata í Iowa á mánudaginn,“ segir Silja Bára.En hvað þýðir þessi niðurstaða fyrir stöðu Trump? „Þetta kannski styrkir hann gagnvart þessum grunn stuðningsmönnum Repúblikana sem að munu taka undir með honum um að þetta hafi verið nornaveiðar eða eltingaleikur við einhvern óþarfa. Og kannski það sem þetta sýnir einna mest er hversu margir öldungardeildarmenn sem eru í framboði telja sig þurfa á Trump að halda í kosningum í haust,“ segir Silja Bára. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í gærkvöldi með naumum meirihluta. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot.Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og greiddu þingmenn flokkanna atvæði eftir flokkslínum fyrir utan Susan Collins og Mitt Romney, þingmenn Repúblikana, sem studdu tillögu Demókrata. Það dugði ekki til að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. „Það verður hægt að ljúka þessum málaferlum í öldungadeildinni bara í næstu viku og það liggur þá í raun og veru ljóst fyrir að Trump verður ekki sakfelldur, ekki að það hafi verið miklar líkur á því. En niðurstaðan mun þá verða opinberlega ljós og hann er að flytja forsetaávarpið sem að verður á þriðjudaginn og gæti síðan líka skyggt á forval demókrata í Iowa á mánudaginn,“ segir Silja Bára.En hvað þýðir þessi niðurstaða fyrir stöðu Trump? „Þetta kannski styrkir hann gagnvart þessum grunn stuðningsmönnum Repúblikana sem að munu taka undir með honum um að þetta hafi verið nornaveiðar eða eltingaleikur við einhvern óþarfa. Og kannski það sem þetta sýnir einna mest er hversu margir öldungardeildarmenn sem eru í framboði telja sig þurfa á Trump að halda í kosningum í haust,“ segir Silja Bára.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira