Ófullnægðar konur með óþol Arnar Sverrisson skrifar 3. febrúar 2020 08:00 Það er ekki ýkja langt síðan, að kvenfrelsunardeild fréttastofu RÚV, fjölmiðils okkar allra, fann ástæðu til þess að minna landsins börn á það einu sinni sem oftar, að fáar konur að tiltölu sinntu starfi aðalforstjóra stærri fyrirtækja á Íslandi. (Það er einnig raunin um allan hinn vestræna heim.) Sérfróður álitsgjafi var kallaður til viðtals í fréttatíma, gjörvileg kona úr samtökum atvinnulífsins. Það bar ekki á öðru, en að þulur og sérfræðingur væru sammála um ósvinnu þessa. Reyndar taldi umræddur sérfræðingur, að konur væru komnar með óþol út af þessari sérstöku kúgun – að mér skildist. Áður en ég náði að hugleiða nefnt kúgunarafbrigði frekar, laust niður í huga mér varnaðarorðum ömmu heitinnar. Hún, blessunin, varaði mig einmitt við ófullnægðum konum með óþol. Taldi þær vera þreytandi félagsskap. Eins og alltaf, þegar kúgun kvenna ber á góma, hvarflaði hugur minn til Simone de Beauvoir (1908-1986), sem amma mín kunni engin skil á og átti ekkert sameiginlegt með, nema ef væri grundvallar líkamsbygging. En Símóna var stundum óljúgfróð engu að síður, enda fræðamóðir kvenfrelsunarfræðimanna um allan hinn vestræna heim. Hún skipar öndvegissess í sögu íslenskra kvenfrelsara, enda þótt þeir játi þá yfirsjón að hafa ekki lesið doðrant Símónu um síðra kynið, þ.e. konur. „Hún [Simone de Beauvoir] var fyrirmynd og vegvísir án þess að við værum nokkuð að sökkva okkur í verk hennar eða leita þar að hugmyndafræðilegum lausnum. Hún var konan með kyndilinn ... Sem slík hafði hún bein áhrif á íslenska kvennabaráttu á seinni hluta þessarar aldar [þ.e.síðustu].“ (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir) Hinn ágæti, franski heimspekingur sagði m.a.: „Hvorki konum né körlum fellur vel að vinna undir stjórn konu.“ ... „[Kvenyfirmaður] geislar ekki sama öryggi [og karlinn í sömu stöðu]. Konan stífnar, fer yfir strikið, gengur út í öfgar. Í atvinnulífinu svífst hún einskis, er ágeng og kröfuhörð um hollustu (stickler). Einnig í námi skortir hana trú á sjálfa sig, innblástur og hugrekki. Viðleitni hennar til að standa sig skapar spennu. Hátterni hennar einkennist af ögrun og óhlutkenndri staðfestingu á sjálfri sér.“ En væntanlega er þetta orðum aukið – eða hvað! Fræðadætur Símónu og kvenfrelsarar allt frá annarri bylgju kvenfrelsunar (upp úr miðri síðustu öld) hafa lagt þunga áherslu á og krafist sérstakar hjálpar með skírskotun til veikra burða. Þær hafa reyndar náð að ota sínum tota svo árangursríkt, að vestrænar þjóðir búa í dag að sumu leyti við hliðstæða kvenverndarlöggjöf fyrri tíma, en í nýjum búningi, undir yfirvarpi jafnréttis. Boðskapur kvenfrelsaranna hefur nú umhverfst. Konur eru enn svo veikburða, að karlar skyldu styðja við bak þeirra. T.d. segir sálfræðingurinn, Virginia Valian, í bók sinni; „Hví hægagangur? Frami kvenna“ (Why So Slow? The Advancement of Women), skömmu fyrir síðustu aldamót: “ Flestum kvenna mundi ... leika á tungu sú staðhæfing, að konum væru allir vegir færir sökum eigin verðleika. En tölur tala skýru máli. Eigin verðleikar duga þeim skammt til framdráttar einir og sér. Tilgangurinn með jákvæðri mismunun (e. affirmative action) er að skapa þeim heim til að svo mætti verða.“ Mary Ann Becker kvenprófessor í lögum, tekur undir (í grein sinni (Patriarchy and Inequality: Towards a Substantive Feminism) boðskap kynsystur sinnar og samlanda: „Jákvæð mismunun í þágu kvenna ... er einasta ráðið, sem dugar gegn feðraveldishleypidómum, sem hvítir karlar njóta góðs af. [Fordómarnir hafa] tekið sér djúprætta ... bólfestu í menningunni, gildum hennar, [sem stjórna] því, hvernig lagt er mat á verðleika [fólks ], hvort heldur sem þeir eru af hlutlægum eða huglægum toga.“ Ofangreindur álitsgjafi lætur að því liggja, að frekari mismununar sé þörf. Skylda verði fyrirtæki með lagaboði, til að ráða konu í annað hvert forstjórastarf (eða forstýrustarf), sem losnar, án tillits til, hvort viðkomandi sé hæfur umsækjandi eða ekki . Einnig skulu konur með góðu eða illu þvingaðar til starfans. Slíkur kvóti kæmi þá til viðbótar öðrum svipuðum kvótum, sem ýmist hafa verið settir með lögum, reglugerðum eða með geðþóttaákvörðunum í stjórnsýslunni. En það er einungis á einstöku sviðum, að kvenfrelsarar leggja ofuráherslu á jafnan fjölda kvenna og karla á hinum ýmsa starfsvettvangi. Iðulega stunda þeir blekkjandi töluleikfimi til að sannfæra almenning og stjórnvöld um jafnréttisgildi skoðana sinna. Aldrei hafa fleiri konur haft með höndum alls konar vandasöm og ábyrgðarrík störf á öllum sviðum. Kvenmillistjórnendum hefur fjölgað gríðarlega, meirihluti starfsmanna hins opinbera eru konur. Fjöldi hæfileikaríkra kvenna stjórnar sveitarfélögum, ríkisstofnunum, einkafélögum og hlutafélögum, með miklum sóma. Varla er á nokkurn hallað, þótt minnst sé á nafn Rannveigar Rist, hins prúða forstjóra álversins í Straumsvík, í þessu sambandi. Aukin heldur hafa konur bókstaflega lagt undir sig fjölmörg svið opinberrar þjónustu eins og alkunna er. En kvenfrelsararnir hrópa á „meira jafnrétti.“ RÚV tekur undir hrópin athugasemdalaust eins og vænta má. En liggur fiskur undir steini? Norður-amerísku fræðimennirnir, Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba, telja svo vera í bók sinni: „Ógöngurök kvenfrelsaranna. Þegar frami er ekki fullnægjandi (The feminist dilemma. When Success Is Not Enough). Þær segja: „Barátta nútímakvenfrelsara fyrir jákvæðri mismunun (affirmative action), sérstaklega þó venjubundin beiting blekkjandi tölfræði eins og t.d. kynning þeirra á launabili [kvenna og karla] – færir heim sanninn um, að inntak baráttunnar sé ekki að tryggja réttindi kvenna, heldur að efla vald sitt og viðhalda sjálfum sér sem stofnun. ... „[K]venfrelsarar samtímans hafa villst af leið með því að gefa langt nef grundvallarkennisetningum kvenfrelsunarhreyfingarinnar í árdaga hennar; ...“ Þær ítreka: „[S]kilgreining kvenfrelsaranna á jafnrétti er afvegaleidd. ... [H]ún vísar á bug einu af aðalsmerkjum frjáls samfélags: hæfninni til að rata sína leið. Þetta eru ógöngurökin [í málflutningi] kvenfrelsaranna, þegar upp er staðið. Viðurkenni þeir gildi þess, að konur njóti valfrelsis, án tillits til, hvort val þeirra sé að ljúka prófgráðu í hjúkrun, stjórna geimflaug eða ala upp börn, hljóta þeir fyrr eða síðar að ljúka upp ljóra fyrir því, að markmið þeirra um tölulegt jafnvægi kynjanna á öllum vígstöðvum, er alls ekki sameiginlegt [markmiðum] flestra kvenna og karla í ... samfélaginu.“ Kvenfrelsarar beita í raun „valdboðsskipan (social engineering) til félagslegra breytinga með valfrelsi að yfirvarpi.“ Ljúka upp ljóranum! Tja! Þegar fólk hefur náð tökum á tilvistaróttanum með því á ánetjast tiltekinni hugmyndafræði, stefnu eða trúarbrögðum, er átaka þörf til að leysa sig úr álögum. Og því fylgir óhjákvæmilega bæði áskorun og ótti og er lítt fallið til vinsælda. En það kemur góðu heilli fyrir, að kvenfrelsarar viðurkenni staðreyndir og taki rökum. Díana og Kristína gera margupptuggna áróðurslummu um launamun kynjanna, sem einnig er áberandi í fréttaflutningi RÚV, að frekara umtalsefni: „Barnlausar konur með svipaða menntun og reynslu og karlarnir, þéna [einnig] svipað. ... [Þ]egar kona hefur náð tilætluðum áfanga á framabrautinni, er því svo lýst, að hún hafi rekið höfuðið í glerþak.“ En það er ekki talið eiga við um karla. (RÚV hefur nýverið yfirfært þetta hugtak á frama kvenna á tónlistarbrautinni.) Spurt er, hvernig það megi vera, að lumman sé enn fersk og ætileg fyrir tilstilli áróðurs kvenfrelsara og fjölmiðla – ekki síst RÚV – og næri vitund almennings og stjórnmálamanna. „Hvernig má það vera, að kvenfrelsarar og aðrar stofnanir kynni almenningi svo blygðunarlaus ósannindi. Ein skýring er sú, að þeir hafi hagsmuni af því, að fólk skoði laun kvenna gagngert af röngum sjónarhóli. ... [Ef ekki] væru þær ófærar um að viðhalda goðsögninni um kvenfórnarlambið ...“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba) En blekkingar í sambandi við laun, hafa umfangsmeiri skírskotun, segja ofangreindar. Kvenfrelsarar „hafa fjármunalegra hagsmuna að gæta með því að hanga eins og hundar á roði í þeirri staðhæfingu, að konur séu annars flokks borgarar og að aldrei verði náð landi í baráttu fyrir kvenréttindum. Geti kvenfrelsarar ekki reist við hún fána fórnarlambsins, munu þeir lenda í fjárþurrð.“ Það er að sönnu gildur fróðleikur, að stofnanir hafi ríka tilhneigingu til að víkja meira eða minna frá því upphaflega verkefni, sem þeim var ætlað að sinna, og beina kröftunum þess í stað að viðhaldi sjálfra sín. Þetta á við um kvenfrelsunarhreyfinguna, sem fyrir margt löngu er orðin að atvinnugrein, stundum kölluð „kvenfrelsunariðnaður.“ Um þessar mundir er hreyfingin fjármögnuð að mestu leyti af hinu opinbera, bæði austan hafs og vestan. Reyndar hefur svo ævinlega verið, að karlar (feður, eiginmenn, bræður, velunnarar) hafi stutt eða fjármagnað málflutning einstakra kvenfrelsara og kvenfrelsunarhreyfinga. Þegar önnur bylgja kvenfrelsunar reið yfir með áherslu á aukna þátttöku kvenna í menntun og atvinnulífi, buðu auðjöfrar og athafamenn fram fé til að koma málflutningi þeirra og áróðri á framfæri. „Kvenfrelsarar hafa víða komið við með boðskap sinn. Hér um bil allir skólar og vinnustaðir ... kynna kúgunarguðspjall kvenfrelsaranna þeim, sem hugljómunar er vant. ... Það stappar nærri guðlasti í margra augum að láta að því liggja, að konur séu ekki kúgaðar. ... Við búum í samfélagi, sem hefur tekið sjálfkunngerð fórnarlömb í dýrðlingatölu.“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba) Kvenfrelsarar slá öllum fyrri áróðursmeisturum mannkynssögunnar við. Þeim hefur tekist að lögfesta trúboð sitt um konuna sem fórnarlamb karla um gervöll Vesturlönd og hjá Sameinuðu þjóðunum. Eins og kunnugt er hafa nokkrir samningar og sáttmálar þessa efnis öðlast lagagildi á Íslandi. Og vei þeim konum, sem svíkjast undan merkjum. Kvenfrelsarar eru sjálfskipaðir fulltrúar kvenna. Þeir eru forsjársinnar í merg og bein. Konur skulu gera eins og kvenfrelsurunum þykir við hæfi. Og karlar jafnvel miklu fremur. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að þeir sækja baráttuinnblástur sinn til byltingarjafnaðarmanna, sem telja sig öðrum hæfari til að kveða á um þarfir fólks og rétta hugsun. Við, sem erum svo ólánsöm að efast um gildi þessarar speki, er boðið á námskeið um falska vitund. Þetta á hvort tveggja við um Jón og Gunnu, sem hafa rangar stjórnmálaskoðanir, og karlmenn, heltekna feðraveldisvitund, sem verða fyrir ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi (sem stundum hafa við rök að styðjast). Játi þeir ekki glæp sinn og forréttindi í feðraveldinu, er þeim stungið í tukthús. Eins og áður er ýjað að er fátt meira eitur í beinum kvenfrelsara, en frjálst val, sérstaklega, þegar rétttrúandi kynsystur þeirra eiga í hlut. Sama gildir um ábyrgð þeirra á eigin gjörðum og vali. Rangt val, samkvæmt kokkabókum kvenfrelsaranna, á rætur í falskri vitund hlutaðeigandi kvenna. Því verður að kippa í liðinn: „[Þ]egar konur leggja meiri áherslu á sveigjanleika í vinnu, fremur en há laun, eða sækja fram í hjúkrun eða á öðrum hefðbundnum vettvangi, eru þær brennimerktar af hinum „hugljómuðu“ kynsystrum sínum sem einfeldningar, fórnarlömb falskrar vitundar, sem hjúpar sjónir þeirra. [Því] koma þær ekki auga á kúgun sína.“ ... „[K]venfreslarar halda því nú fram að kjósi konur að sneiða hjá vettvangi, þar sem hlutfall kynjanna er ójafnt, sé um mismunun um að kenna. ... Það er val, en ekki mismunum, sem skýrir, hvers vegna ekki er um að ræða hárnákvæmt hlutfall karla og kvenna í því, er lýtur að launum og frama.“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba) Það er gömul kvenfrelsunartugga, að allt, sem aflaga fari hjá konum megi rekja til kúgungar karla – og þar með talið lágt hlutfall kvenna í æðstu stjórnunarstöðum í einkageiranum. „Kvenfrelsarar vilja firra konur því, að taka afleiðingu ákvarðanna sinna, svo fremi að þær séu í samræmi við kreddu þeirra sjálfra.“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba) Kvenfrelsurum er oft tíðrætt um valdbeitingu karla gegn konum. Þeir einblína á beint og óskorað vald, þ.e. valdboðstöður. En óbeint vald, valdið bak við tjaldið, er ekki síður mikilvægt. Þetta kemur skemmtilega fram hjá hinum kúgaða aðalforstjóra Hewlett-Packard, Clara Carleton (Carly) Fiorina (f. 1954): „Það gefur vald í æð að mæta á stjórnarfundi með óléttubelg. Karlarnir eru svo smeykir um fæðing færi af stað, svo ég sé færi til að láta þá haska sér. ... Þeir, sem mestan frama hljóta, eru með afbrigðum sveigjanlegir, og skilja flókin samhengi á augabragði. Hæfni í mannlegum samskiptum er einnig nauðsynleg og að geta lagt gjörva hönd á plóg hvarvetna í fyrirtækinu. Og því miður er gerð krafa um langan vinnutíma.“ Konum þykja slík störf yfirleitt ekki þekkileg, frekar en störf langt að heiman, hættuleg störf eða störf í kulda og trekki. Karlmönnum skal á foraðið etja. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki ýkja langt síðan, að kvenfrelsunardeild fréttastofu RÚV, fjölmiðils okkar allra, fann ástæðu til þess að minna landsins börn á það einu sinni sem oftar, að fáar konur að tiltölu sinntu starfi aðalforstjóra stærri fyrirtækja á Íslandi. (Það er einnig raunin um allan hinn vestræna heim.) Sérfróður álitsgjafi var kallaður til viðtals í fréttatíma, gjörvileg kona úr samtökum atvinnulífsins. Það bar ekki á öðru, en að þulur og sérfræðingur væru sammála um ósvinnu þessa. Reyndar taldi umræddur sérfræðingur, að konur væru komnar með óþol út af þessari sérstöku kúgun – að mér skildist. Áður en ég náði að hugleiða nefnt kúgunarafbrigði frekar, laust niður í huga mér varnaðarorðum ömmu heitinnar. Hún, blessunin, varaði mig einmitt við ófullnægðum konum með óþol. Taldi þær vera þreytandi félagsskap. Eins og alltaf, þegar kúgun kvenna ber á góma, hvarflaði hugur minn til Simone de Beauvoir (1908-1986), sem amma mín kunni engin skil á og átti ekkert sameiginlegt með, nema ef væri grundvallar líkamsbygging. En Símóna var stundum óljúgfróð engu að síður, enda fræðamóðir kvenfrelsunarfræðimanna um allan hinn vestræna heim. Hún skipar öndvegissess í sögu íslenskra kvenfrelsara, enda þótt þeir játi þá yfirsjón að hafa ekki lesið doðrant Símónu um síðra kynið, þ.e. konur. „Hún [Simone de Beauvoir] var fyrirmynd og vegvísir án þess að við værum nokkuð að sökkva okkur í verk hennar eða leita þar að hugmyndafræðilegum lausnum. Hún var konan með kyndilinn ... Sem slík hafði hún bein áhrif á íslenska kvennabaráttu á seinni hluta þessarar aldar [þ.e.síðustu].“ (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir) Hinn ágæti, franski heimspekingur sagði m.a.: „Hvorki konum né körlum fellur vel að vinna undir stjórn konu.“ ... „[Kvenyfirmaður] geislar ekki sama öryggi [og karlinn í sömu stöðu]. Konan stífnar, fer yfir strikið, gengur út í öfgar. Í atvinnulífinu svífst hún einskis, er ágeng og kröfuhörð um hollustu (stickler). Einnig í námi skortir hana trú á sjálfa sig, innblástur og hugrekki. Viðleitni hennar til að standa sig skapar spennu. Hátterni hennar einkennist af ögrun og óhlutkenndri staðfestingu á sjálfri sér.“ En væntanlega er þetta orðum aukið – eða hvað! Fræðadætur Símónu og kvenfrelsarar allt frá annarri bylgju kvenfrelsunar (upp úr miðri síðustu öld) hafa lagt þunga áherslu á og krafist sérstakar hjálpar með skírskotun til veikra burða. Þær hafa reyndar náð að ota sínum tota svo árangursríkt, að vestrænar þjóðir búa í dag að sumu leyti við hliðstæða kvenverndarlöggjöf fyrri tíma, en í nýjum búningi, undir yfirvarpi jafnréttis. Boðskapur kvenfrelsaranna hefur nú umhverfst. Konur eru enn svo veikburða, að karlar skyldu styðja við bak þeirra. T.d. segir sálfræðingurinn, Virginia Valian, í bók sinni; „Hví hægagangur? Frami kvenna“ (Why So Slow? The Advancement of Women), skömmu fyrir síðustu aldamót: “ Flestum kvenna mundi ... leika á tungu sú staðhæfing, að konum væru allir vegir færir sökum eigin verðleika. En tölur tala skýru máli. Eigin verðleikar duga þeim skammt til framdráttar einir og sér. Tilgangurinn með jákvæðri mismunun (e. affirmative action) er að skapa þeim heim til að svo mætti verða.“ Mary Ann Becker kvenprófessor í lögum, tekur undir (í grein sinni (Patriarchy and Inequality: Towards a Substantive Feminism) boðskap kynsystur sinnar og samlanda: „Jákvæð mismunun í þágu kvenna ... er einasta ráðið, sem dugar gegn feðraveldishleypidómum, sem hvítir karlar njóta góðs af. [Fordómarnir hafa] tekið sér djúprætta ... bólfestu í menningunni, gildum hennar, [sem stjórna] því, hvernig lagt er mat á verðleika [fólks ], hvort heldur sem þeir eru af hlutlægum eða huglægum toga.“ Ofangreindur álitsgjafi lætur að því liggja, að frekari mismununar sé þörf. Skylda verði fyrirtæki með lagaboði, til að ráða konu í annað hvert forstjórastarf (eða forstýrustarf), sem losnar, án tillits til, hvort viðkomandi sé hæfur umsækjandi eða ekki . Einnig skulu konur með góðu eða illu þvingaðar til starfans. Slíkur kvóti kæmi þá til viðbótar öðrum svipuðum kvótum, sem ýmist hafa verið settir með lögum, reglugerðum eða með geðþóttaákvörðunum í stjórnsýslunni. En það er einungis á einstöku sviðum, að kvenfrelsarar leggja ofuráherslu á jafnan fjölda kvenna og karla á hinum ýmsa starfsvettvangi. Iðulega stunda þeir blekkjandi töluleikfimi til að sannfæra almenning og stjórnvöld um jafnréttisgildi skoðana sinna. Aldrei hafa fleiri konur haft með höndum alls konar vandasöm og ábyrgðarrík störf á öllum sviðum. Kvenmillistjórnendum hefur fjölgað gríðarlega, meirihluti starfsmanna hins opinbera eru konur. Fjöldi hæfileikaríkra kvenna stjórnar sveitarfélögum, ríkisstofnunum, einkafélögum og hlutafélögum, með miklum sóma. Varla er á nokkurn hallað, þótt minnst sé á nafn Rannveigar Rist, hins prúða forstjóra álversins í Straumsvík, í þessu sambandi. Aukin heldur hafa konur bókstaflega lagt undir sig fjölmörg svið opinberrar þjónustu eins og alkunna er. En kvenfrelsararnir hrópa á „meira jafnrétti.“ RÚV tekur undir hrópin athugasemdalaust eins og vænta má. En liggur fiskur undir steini? Norður-amerísku fræðimennirnir, Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba, telja svo vera í bók sinni: „Ógöngurök kvenfrelsaranna. Þegar frami er ekki fullnægjandi (The feminist dilemma. When Success Is Not Enough). Þær segja: „Barátta nútímakvenfrelsara fyrir jákvæðri mismunun (affirmative action), sérstaklega þó venjubundin beiting blekkjandi tölfræði eins og t.d. kynning þeirra á launabili [kvenna og karla] – færir heim sanninn um, að inntak baráttunnar sé ekki að tryggja réttindi kvenna, heldur að efla vald sitt og viðhalda sjálfum sér sem stofnun. ... „[K]venfrelsarar samtímans hafa villst af leið með því að gefa langt nef grundvallarkennisetningum kvenfrelsunarhreyfingarinnar í árdaga hennar; ...“ Þær ítreka: „[S]kilgreining kvenfrelsaranna á jafnrétti er afvegaleidd. ... [H]ún vísar á bug einu af aðalsmerkjum frjáls samfélags: hæfninni til að rata sína leið. Þetta eru ógöngurökin [í málflutningi] kvenfrelsaranna, þegar upp er staðið. Viðurkenni þeir gildi þess, að konur njóti valfrelsis, án tillits til, hvort val þeirra sé að ljúka prófgráðu í hjúkrun, stjórna geimflaug eða ala upp börn, hljóta þeir fyrr eða síðar að ljúka upp ljóra fyrir því, að markmið þeirra um tölulegt jafnvægi kynjanna á öllum vígstöðvum, er alls ekki sameiginlegt [markmiðum] flestra kvenna og karla í ... samfélaginu.“ Kvenfrelsarar beita í raun „valdboðsskipan (social engineering) til félagslegra breytinga með valfrelsi að yfirvarpi.“ Ljúka upp ljóranum! Tja! Þegar fólk hefur náð tökum á tilvistaróttanum með því á ánetjast tiltekinni hugmyndafræði, stefnu eða trúarbrögðum, er átaka þörf til að leysa sig úr álögum. Og því fylgir óhjákvæmilega bæði áskorun og ótti og er lítt fallið til vinsælda. En það kemur góðu heilli fyrir, að kvenfrelsarar viðurkenni staðreyndir og taki rökum. Díana og Kristína gera margupptuggna áróðurslummu um launamun kynjanna, sem einnig er áberandi í fréttaflutningi RÚV, að frekara umtalsefni: „Barnlausar konur með svipaða menntun og reynslu og karlarnir, þéna [einnig] svipað. ... [Þ]egar kona hefur náð tilætluðum áfanga á framabrautinni, er því svo lýst, að hún hafi rekið höfuðið í glerþak.“ En það er ekki talið eiga við um karla. (RÚV hefur nýverið yfirfært þetta hugtak á frama kvenna á tónlistarbrautinni.) Spurt er, hvernig það megi vera, að lumman sé enn fersk og ætileg fyrir tilstilli áróðurs kvenfrelsara og fjölmiðla – ekki síst RÚV – og næri vitund almennings og stjórnmálamanna. „Hvernig má það vera, að kvenfrelsarar og aðrar stofnanir kynni almenningi svo blygðunarlaus ósannindi. Ein skýring er sú, að þeir hafi hagsmuni af því, að fólk skoði laun kvenna gagngert af röngum sjónarhóli. ... [Ef ekki] væru þær ófærar um að viðhalda goðsögninni um kvenfórnarlambið ...“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba) En blekkingar í sambandi við laun, hafa umfangsmeiri skírskotun, segja ofangreindar. Kvenfrelsarar „hafa fjármunalegra hagsmuna að gæta með því að hanga eins og hundar á roði í þeirri staðhæfingu, að konur séu annars flokks borgarar og að aldrei verði náð landi í baráttu fyrir kvenréttindum. Geti kvenfrelsarar ekki reist við hún fána fórnarlambsins, munu þeir lenda í fjárþurrð.“ Það er að sönnu gildur fróðleikur, að stofnanir hafi ríka tilhneigingu til að víkja meira eða minna frá því upphaflega verkefni, sem þeim var ætlað að sinna, og beina kröftunum þess í stað að viðhaldi sjálfra sín. Þetta á við um kvenfrelsunarhreyfinguna, sem fyrir margt löngu er orðin að atvinnugrein, stundum kölluð „kvenfrelsunariðnaður.“ Um þessar mundir er hreyfingin fjármögnuð að mestu leyti af hinu opinbera, bæði austan hafs og vestan. Reyndar hefur svo ævinlega verið, að karlar (feður, eiginmenn, bræður, velunnarar) hafi stutt eða fjármagnað málflutning einstakra kvenfrelsara og kvenfrelsunarhreyfinga. Þegar önnur bylgja kvenfrelsunar reið yfir með áherslu á aukna þátttöku kvenna í menntun og atvinnulífi, buðu auðjöfrar og athafamenn fram fé til að koma málflutningi þeirra og áróðri á framfæri. „Kvenfrelsarar hafa víða komið við með boðskap sinn. Hér um bil allir skólar og vinnustaðir ... kynna kúgunarguðspjall kvenfrelsaranna þeim, sem hugljómunar er vant. ... Það stappar nærri guðlasti í margra augum að láta að því liggja, að konur séu ekki kúgaðar. ... Við búum í samfélagi, sem hefur tekið sjálfkunngerð fórnarlömb í dýrðlingatölu.“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba) Kvenfrelsarar slá öllum fyrri áróðursmeisturum mannkynssögunnar við. Þeim hefur tekist að lögfesta trúboð sitt um konuna sem fórnarlamb karla um gervöll Vesturlönd og hjá Sameinuðu þjóðunum. Eins og kunnugt er hafa nokkrir samningar og sáttmálar þessa efnis öðlast lagagildi á Íslandi. Og vei þeim konum, sem svíkjast undan merkjum. Kvenfrelsarar eru sjálfskipaðir fulltrúar kvenna. Þeir eru forsjársinnar í merg og bein. Konur skulu gera eins og kvenfrelsurunum þykir við hæfi. Og karlar jafnvel miklu fremur. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að þeir sækja baráttuinnblástur sinn til byltingarjafnaðarmanna, sem telja sig öðrum hæfari til að kveða á um þarfir fólks og rétta hugsun. Við, sem erum svo ólánsöm að efast um gildi þessarar speki, er boðið á námskeið um falska vitund. Þetta á hvort tveggja við um Jón og Gunnu, sem hafa rangar stjórnmálaskoðanir, og karlmenn, heltekna feðraveldisvitund, sem verða fyrir ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi (sem stundum hafa við rök að styðjast). Játi þeir ekki glæp sinn og forréttindi í feðraveldinu, er þeim stungið í tukthús. Eins og áður er ýjað að er fátt meira eitur í beinum kvenfrelsara, en frjálst val, sérstaklega, þegar rétttrúandi kynsystur þeirra eiga í hlut. Sama gildir um ábyrgð þeirra á eigin gjörðum og vali. Rangt val, samkvæmt kokkabókum kvenfrelsaranna, á rætur í falskri vitund hlutaðeigandi kvenna. Því verður að kippa í liðinn: „[Þ]egar konur leggja meiri áherslu á sveigjanleika í vinnu, fremur en há laun, eða sækja fram í hjúkrun eða á öðrum hefðbundnum vettvangi, eru þær brennimerktar af hinum „hugljómuðu“ kynsystrum sínum sem einfeldningar, fórnarlömb falskrar vitundar, sem hjúpar sjónir þeirra. [Því] koma þær ekki auga á kúgun sína.“ ... „[K]venfreslarar halda því nú fram að kjósi konur að sneiða hjá vettvangi, þar sem hlutfall kynjanna er ójafnt, sé um mismunun um að kenna. ... Það er val, en ekki mismunum, sem skýrir, hvers vegna ekki er um að ræða hárnákvæmt hlutfall karla og kvenna í því, er lýtur að launum og frama.“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba) Það er gömul kvenfrelsunartugga, að allt, sem aflaga fari hjá konum megi rekja til kúgungar karla – og þar með talið lágt hlutfall kvenna í æðstu stjórnunarstöðum í einkageiranum. „Kvenfrelsarar vilja firra konur því, að taka afleiðingu ákvarðanna sinna, svo fremi að þær séu í samræmi við kreddu þeirra sjálfra.“ (Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba) Kvenfrelsurum er oft tíðrætt um valdbeitingu karla gegn konum. Þeir einblína á beint og óskorað vald, þ.e. valdboðstöður. En óbeint vald, valdið bak við tjaldið, er ekki síður mikilvægt. Þetta kemur skemmtilega fram hjá hinum kúgaða aðalforstjóra Hewlett-Packard, Clara Carleton (Carly) Fiorina (f. 1954): „Það gefur vald í æð að mæta á stjórnarfundi með óléttubelg. Karlarnir eru svo smeykir um fæðing færi af stað, svo ég sé færi til að láta þá haska sér. ... Þeir, sem mestan frama hljóta, eru með afbrigðum sveigjanlegir, og skilja flókin samhengi á augabragði. Hæfni í mannlegum samskiptum er einnig nauðsynleg og að geta lagt gjörva hönd á plóg hvarvetna í fyrirtækinu. Og því miður er gerð krafa um langan vinnutíma.“ Konum þykja slík störf yfirleitt ekki þekkileg, frekar en störf langt að heiman, hættuleg störf eða störf í kulda og trekki. Karlmönnum skal á foraðið etja. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun