Vísar því á bug að vera „eyland í eigin flokki“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 17:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu margir hverjir fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem útlendingamál voru ofarlega á baugi. Ráðherra kynnti í gær breytingar sem fela í sér að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. Þar af leiðandi var pakistanska drengnum Muhammed og foreldrum hans ekki vísað úr landi í gær líkt og til stóð.Sjá einnig:Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði á því að hrósa ráðherra fyrir að bregðast við. Skrefið sem tekið var í gær hafi verið mikilvægt. Þó þurfi að gera enn betur að mati Þorgerðar og benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi vel farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu sem útlendingamálin heyra undir. Þá kvaðst hún óttast það að Áslaug Arna væri „eyland að vissu leyti í sínum flokki hvað þessi mál varðar,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Ég vil láta hana vita að hún á stuðning Viðreisnar í því að breyta lögunum í þá veru að þau verði einmitt mennskari og mannúðlegri,“ sagði Þorgerður. Áslaug Arna vísaði þeim vangaveltum Þorgerðar alfarið á bug. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu af því að það var hæstvirtur dómsmálaráðherra, þá innanríkisráðherra Hanna Birna, sem leiddi þá vinnu að skipa hér þverpólitískri þingmannanefnd sem hæstvirtur fyrrverandi ráðherra, Ólöf Nordal, tók við og kláraði þessi lög sem við vinnum eftir í dag,“ sagði Áslaug. „Það var mikilvæg skref í málefnum útlendinga og ég sé ekki betur en að það hafi verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins og þeirra ráðherra að koma þessum málum þannig að þau séu rædd af yfirvegun og af þeim móð að ná öllum saman í þessum viðkvæma málaflokki,“ sagði Áslaug enn fremur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sótti einnig hart að dómsmálaráðherra og spurði meðal annars Áslaug Arna hygðist falla frá frumvarpi sem boðað var í tíð forvera hennar í embætti, Sigríðar Á. Andersen. „Fyrirrennari ráðherra lagði fram frumvarp sem skerðir frekar réttindi og kjör þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. Ég spyr því ráðherra: Mun hún setja það frumvarp til hliðar og veita þingmannanefndinni umboð til að bæta stöðuna eða á þingmannanefndin kannski að taka viðmið af því frumvarpi sem gerir endurupptöku mála erfiðari?“ spurði Logi. Hann ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu þar sem honum þótti Áslaug Arna koma sér undan því að svara. „Það frumvarp sem háttvirtur þingmaður vísar til var til umfjöllunar í þverpólitísku þingmannanefndinni fyrr í haust til þess að fá umræðu um það og ábendingar ef einhverjar væru. Það frumvarp lýtur að miklu leyti til að hraða málsmeðferð, sér í lagi í verndarmálum,“ svaraði Áslaug meðal annars í síðara svari. „Það eru þessi verndarmál, þar sem aðili hefur fengið vernd annars staðar. Við erum ekki að senda til dæmis fólk, eins og háttvirtur þingmaður nefndi, til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglunnar því hætt er við 2010,“ sagði Áslaug. Sagði hún kerfið það vel upp byggt að hægt væri að leggja einstaklingsbundið mat á hvert og eitt mál. „Það gerist ekki sjálfkrafa og það hefur oft gerst í tilviki þess sem fólk hefur hlotið vernd annars staðar, að það hljóti samt efnismeðferð á Íslandi af því að það fari fram einstaklingsbundið mat og þannig viljum við að kerfið okkar virki,“ sagði Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu margir hverjir fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem útlendingamál voru ofarlega á baugi. Ráðherra kynnti í gær breytingar sem fela í sér að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. Þar af leiðandi var pakistanska drengnum Muhammed og foreldrum hans ekki vísað úr landi í gær líkt og til stóð.Sjá einnig:Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði á því að hrósa ráðherra fyrir að bregðast við. Skrefið sem tekið var í gær hafi verið mikilvægt. Þó þurfi að gera enn betur að mati Þorgerðar og benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi vel farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu sem útlendingamálin heyra undir. Þá kvaðst hún óttast það að Áslaug Arna væri „eyland að vissu leyti í sínum flokki hvað þessi mál varðar,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Ég vil láta hana vita að hún á stuðning Viðreisnar í því að breyta lögunum í þá veru að þau verði einmitt mennskari og mannúðlegri,“ sagði Þorgerður. Áslaug Arna vísaði þeim vangaveltum Þorgerðar alfarið á bug. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu af því að það var hæstvirtur dómsmálaráðherra, þá innanríkisráðherra Hanna Birna, sem leiddi þá vinnu að skipa hér þverpólitískri þingmannanefnd sem hæstvirtur fyrrverandi ráðherra, Ólöf Nordal, tók við og kláraði þessi lög sem við vinnum eftir í dag,“ sagði Áslaug. „Það var mikilvæg skref í málefnum útlendinga og ég sé ekki betur en að það hafi verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins og þeirra ráðherra að koma þessum málum þannig að þau séu rædd af yfirvegun og af þeim móð að ná öllum saman í þessum viðkvæma málaflokki,“ sagði Áslaug enn fremur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sótti einnig hart að dómsmálaráðherra og spurði meðal annars Áslaug Arna hygðist falla frá frumvarpi sem boðað var í tíð forvera hennar í embætti, Sigríðar Á. Andersen. „Fyrirrennari ráðherra lagði fram frumvarp sem skerðir frekar réttindi og kjör þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. Ég spyr því ráðherra: Mun hún setja það frumvarp til hliðar og veita þingmannanefndinni umboð til að bæta stöðuna eða á þingmannanefndin kannski að taka viðmið af því frumvarpi sem gerir endurupptöku mála erfiðari?“ spurði Logi. Hann ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu þar sem honum þótti Áslaug Arna koma sér undan því að svara. „Það frumvarp sem háttvirtur þingmaður vísar til var til umfjöllunar í þverpólitísku þingmannanefndinni fyrr í haust til þess að fá umræðu um það og ábendingar ef einhverjar væru. Það frumvarp lýtur að miklu leyti til að hraða málsmeðferð, sér í lagi í verndarmálum,“ svaraði Áslaug meðal annars í síðara svari. „Það eru þessi verndarmál, þar sem aðili hefur fengið vernd annars staðar. Við erum ekki að senda til dæmis fólk, eins og háttvirtur þingmaður nefndi, til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglunnar því hætt er við 2010,“ sagði Áslaug. Sagði hún kerfið það vel upp byggt að hægt væri að leggja einstaklingsbundið mat á hvert og eitt mál. „Það gerist ekki sjálfkrafa og það hefur oft gerst í tilviki þess sem fólk hefur hlotið vernd annars staðar, að það hljóti samt efnismeðferð á Íslandi af því að það fari fram einstaklingsbundið mat og þannig viljum við að kerfið okkar virki,“ sagði Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira