Innlent

Ógnaði mönnum ölvaður með hníf

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur. Myndin er úr safni.
Maðurinn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur. Myndin er úr safni. Vísir/kolbeinn tumi

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók ölvaðan karlmann á fimmtugsaldri í miðbæ Reykjavíkur í gær fyrir að hafa ógnað öðrum mönnum með hníf. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og hnífurinn haldlagður, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá voru fjórir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þeir voru allir látnir lausir að loknum sýnatökum.

Tilkynnt var um fjögur umferðaróhöpp. Minniháttar meiðsl urðu á fólki í tveimur þeirra en ekki eru veittar frekari upplýsingar í dagbók lögreglu.

Alls voru fimmtíu mál bókuð frá því klukkan fimm í gær og þar til fimm í morgun. Tveir voru vistaðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×