Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 12:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira