Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 12:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira