Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 11:19 Pétur Kristinsson sótti börn sín á Laugasól í hádeginu. Vísir/vilhelm Búast má við þungri umferð við leikskóla Reykjavíkur þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. Gert er ráð fyrir að um 3.500 börn, eða um helmingur leikskólabarna í borginni, verði þá sótt af foreldrum sínum. Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu leggja niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Alls starfa um 1850 félagsmenn Eflingar hjá borginni, flestir á skóla- og frístundasviði. Því má gera ráð fyrir að áhrif vinnustöðvunarinnar verði mest á leikskóla Reykjavíkur. Áhrif verkfallsins eru mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Búast má við einhverri skerðingu á öllum 63 leikskólum borgarinnar en foreldrar fengu orðsendingu frá leikskólastjórum fyrir helgi þar sem vænt áhrif voru útlistuð. Sum staðar þarf að loka leikskóladeildum og annars staðar fellur hádegismatur niður.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinu Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni. Takist ekki að leiða kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar til lykta leggur Eflingarfólk aftur niður störf á fimmtudag. Þrjár vinnustöðvanir eru síðan fyrirhugaðar í næstu viku, sem og mánudaginn 17. desember. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræddi verkfall dagsins við Bítið á Bylgjunni í morgun. Bítið Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Búast má við þungri umferð við leikskóla Reykjavíkur þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. Gert er ráð fyrir að um 3.500 börn, eða um helmingur leikskólabarna í borginni, verði þá sótt af foreldrum sínum. Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu leggja niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Alls starfa um 1850 félagsmenn Eflingar hjá borginni, flestir á skóla- og frístundasviði. Því má gera ráð fyrir að áhrif vinnustöðvunarinnar verði mest á leikskóla Reykjavíkur. Áhrif verkfallsins eru mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Búast má við einhverri skerðingu á öllum 63 leikskólum borgarinnar en foreldrar fengu orðsendingu frá leikskólastjórum fyrir helgi þar sem vænt áhrif voru útlistuð. Sum staðar þarf að loka leikskóladeildum og annars staðar fellur hádegismatur niður.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinu Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni. Takist ekki að leiða kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar til lykta leggur Eflingarfólk aftur niður störf á fimmtudag. Þrjár vinnustöðvanir eru síðan fyrirhugaðar í næstu viku, sem og mánudaginn 17. desember. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræddi verkfall dagsins við Bítið á Bylgjunni í morgun.
Bítið Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50