Sextíu prósent segja að VAR gangi illa í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 13:30 Kevin Friend í samtali við Varsjáherbergið. Getty/Dan Mullan Fólk sem horfir reglulega á leiki í ensku úrvalsdeildinni tók þátt í nýrri könnun á dögunum og það er óhætt að segja að Varsjáin hafi ekki komið alltof vel út úr henni. Varsjáin er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur heldur betur fengið sinn skerf af gagnrýni. Oft hefur verið of lítið samræmi á milli atvika sem eru skoðuð frekar. Það hefur einnig tekið mjög langan tíma að fara yfir ákveðin atvik og niðurstöður Varsjárinnar eru einnig oft umdeildar. Yfirmaður VAR í Englandi gaf kerfinu sjö í einkunn af tíu mögulegum en reglulegir áhorfendur ensku úrvalsdeildarinnar gefa VAR aðeins fjóra í einkunn. Two-thirds of football fans believe VAR has made the game less enjoyable, according to a new YouGov poll. Give us your opinion of VAR in 3 words...https://t.co/wrTr2fs1le— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2020 YouGov gerði nýverið könnun meðal 1396 manns sem horfa mikið á leiki í ensku úrvalsdeildinni með það markmið að komast að viðhorfi þeirra gagnvart myndbandadómum sem urðu hluti af ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í haust. Sextíu prósent þátttakenda í könnuninni sögðu að VAR hafi gengið illa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins 27 prósent voru á því að VAR hafi gengið vel. Tveir þriðju af fastaáhorfendum telja líka að upplifunin sé ekki eins ánægjuleg eftir að Varsjáin var kynnt til sögunnar. Aðeins þrettán prósent eru á því að það sé skemmtilegra að horfa á ensku úrvalsdeildina með VAR. Þrátt fyrir alla þessa neikvæðni gagnvart Varsjánni eru þó aðeins fimmtán prósent sem vilja hætta að nota myndbandadómara. Það eru samt bara átta prósent sem myndu sætta sig við VAR í óbreytti útgáfu. 74 prósent segja að Varsjáin verði að breytast. A YouGov survey has found 67% of people believe VAR has made watching football less enjoyable. In the same study, 74% are in favour of keeping it, but changing the way it's used. What's the best way to use it's advantages without ruining the game? #VARpic.twitter.com/7tmK11bwz8— Sport Social (@TheSportSocial) February 4, 2020 81 prósent vilja að sjá þau myndbönd sem myndbandadómararnir eru að skoða hverju sinni og 80 prósent vilja sjá dómarann fara að skoða sjónvarpsskjáinn sjálfur. 73 prósent vilja líka heyra samtalið á milli dómarans og myndbandadómaranna og 71 prósent vilja búa til ákveðin tímaramma sem Varsjáin hefur til að skoða atvik. Framkvæmdanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins kemur saman í þessum mánuði til að fara meðal annars yfir fótboltareglurnar. Það er búist við að Varsjáin og nánari leiðsögn með notkun hennar verði kynnt í kjölfarið. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Fólk sem horfir reglulega á leiki í ensku úrvalsdeildinni tók þátt í nýrri könnun á dögunum og það er óhætt að segja að Varsjáin hafi ekki komið alltof vel út úr henni. Varsjáin er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur heldur betur fengið sinn skerf af gagnrýni. Oft hefur verið of lítið samræmi á milli atvika sem eru skoðuð frekar. Það hefur einnig tekið mjög langan tíma að fara yfir ákveðin atvik og niðurstöður Varsjárinnar eru einnig oft umdeildar. Yfirmaður VAR í Englandi gaf kerfinu sjö í einkunn af tíu mögulegum en reglulegir áhorfendur ensku úrvalsdeildarinnar gefa VAR aðeins fjóra í einkunn. Two-thirds of football fans believe VAR has made the game less enjoyable, according to a new YouGov poll. Give us your opinion of VAR in 3 words...https://t.co/wrTr2fs1le— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2020 YouGov gerði nýverið könnun meðal 1396 manns sem horfa mikið á leiki í ensku úrvalsdeildinni með það markmið að komast að viðhorfi þeirra gagnvart myndbandadómum sem urðu hluti af ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í haust. Sextíu prósent þátttakenda í könnuninni sögðu að VAR hafi gengið illa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins 27 prósent voru á því að VAR hafi gengið vel. Tveir þriðju af fastaáhorfendum telja líka að upplifunin sé ekki eins ánægjuleg eftir að Varsjáin var kynnt til sögunnar. Aðeins þrettán prósent eru á því að það sé skemmtilegra að horfa á ensku úrvalsdeildina með VAR. Þrátt fyrir alla þessa neikvæðni gagnvart Varsjánni eru þó aðeins fimmtán prósent sem vilja hætta að nota myndbandadómara. Það eru samt bara átta prósent sem myndu sætta sig við VAR í óbreytti útgáfu. 74 prósent segja að Varsjáin verði að breytast. A YouGov survey has found 67% of people believe VAR has made watching football less enjoyable. In the same study, 74% are in favour of keeping it, but changing the way it's used. What's the best way to use it's advantages without ruining the game? #VARpic.twitter.com/7tmK11bwz8— Sport Social (@TheSportSocial) February 4, 2020 81 prósent vilja að sjá þau myndbönd sem myndbandadómararnir eru að skoða hverju sinni og 80 prósent vilja sjá dómarann fara að skoða sjónvarpsskjáinn sjálfur. 73 prósent vilja líka heyra samtalið á milli dómarans og myndbandadómaranna og 71 prósent vilja búa til ákveðin tímaramma sem Varsjáin hefur til að skoða atvik. Framkvæmdanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins kemur saman í þessum mánuði til að fara meðal annars yfir fótboltareglurnar. Það er búist við að Varsjáin og nánari leiðsögn með notkun hennar verði kynnt í kjölfarið.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti