Hataði launin sín af öllu hjarta Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 13:45 Eflingarfólk gekk frá Iðnó yfir í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14. Fyrir göngunni fór formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir. vísir/emb Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44