Hataði launin sín af öllu hjarta Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 13:45 Eflingarfólk gekk frá Iðnó yfir í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14. Fyrir göngunni fór formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir. vísir/emb Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44