Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. febrúar 2020 20:00 Starfsfólk Reykjavíkurborgar sem lagði niður störf í dag kom saman til baráttufundar í Iðnó þar sem þetta skilti blasti við. vísir/elín Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan. Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent