Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 07:21 Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti stefnuræðu sína í gær. Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. Í ræðu sinni dásamaði hann efnahagslífið í landinu og talaði um hina mikilfenglegu endurkomu landsins á efnahagssviðinu. Hann minntist ekki orði á ákæruna sem gefin var út á hendur honum af hluta þeirra þingmanna sem sátu og hlýddu á ræðuna en augljóst var að það andaði köldu á milli. Til að mynda virtist Trump neita að taka í höndina á Nancy Pelosi, sem er forseti fulltúradeildarinnar og sú sem lagði fram ákæruna á hendur forsetanum. Pelosi tók sig síðan til og reif ræðu forsetans í tvennt eftir að hann hafði nýlokið við að flytja hana, en Pelosi sat að baki forsetanum ásamt varaforsetanum Mike Pence á meðan á flutningnum stóð. Nancy Pelosi reif ræðu forsetans að henni lokinni.AP Þá var einum mótmælenda vísað úr salnum sem lét í sér heyra þegar forsetinn fór að verja rétt fólks til að eiga skotvopn. Þar var á ferðinni Fred Guttenberg, sem sérstaklega hafði verið boðið til samkomunnar af Nancy Pelosi, en hann er faðir stúlku sem skotin var til bana í Parkland skólanum árið 2018. Á meðal gesta forsetans voru hins vegar Juan Guaídó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og íhaldssami þáttastjórnandinn Rush Limbough en forsetinn ákvað að sæma hann Frelsisorðunni, æðstu orðu sem óbreyttur borgari á kost á í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. Í ræðu sinni dásamaði hann efnahagslífið í landinu og talaði um hina mikilfenglegu endurkomu landsins á efnahagssviðinu. Hann minntist ekki orði á ákæruna sem gefin var út á hendur honum af hluta þeirra þingmanna sem sátu og hlýddu á ræðuna en augljóst var að það andaði köldu á milli. Til að mynda virtist Trump neita að taka í höndina á Nancy Pelosi, sem er forseti fulltúradeildarinnar og sú sem lagði fram ákæruna á hendur forsetanum. Pelosi tók sig síðan til og reif ræðu forsetans í tvennt eftir að hann hafði nýlokið við að flytja hana, en Pelosi sat að baki forsetanum ásamt varaforsetanum Mike Pence á meðan á flutningnum stóð. Nancy Pelosi reif ræðu forsetans að henni lokinni.AP Þá var einum mótmælenda vísað úr salnum sem lét í sér heyra þegar forsetinn fór að verja rétt fólks til að eiga skotvopn. Þar var á ferðinni Fred Guttenberg, sem sérstaklega hafði verið boðið til samkomunnar af Nancy Pelosi, en hann er faðir stúlku sem skotin var til bana í Parkland skólanum árið 2018. Á meðal gesta forsetans voru hins vegar Juan Guaídó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og íhaldssami þáttastjórnandinn Rush Limbough en forsetinn ákvað að sæma hann Frelsisorðunni, æðstu orðu sem óbreyttur borgari á kost á í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48