KSÍ fækkar í liði sínu og segir upp reynslumiklum starfsmanni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2020 13:26 Gunnar Gylfason á einni af fjölmörgum góðum stundum með leikmönnum karlalandsliðsins í undanfarin ár. Vísir/Bára Dröfn Gunnari Gylfasyni, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands, var sagt upp störfum hjá sambandinu á föstudag. Gunnar hafði starfað hjá sambandinu í tæpa tvo áratugi og fylgt karlalandsliði Íslands eftir hvert fótmál á ferðalögum þess erlendis. Um er að ræða nokkur tíðindi í knattspyrnuhreyfingunni. DV greindi fyrst frá. Framkvæmdastjóri KSÍ segir um skipulagsbreytingu að ræða. Gunnar hefur starfað á knattspyrnusviði og verið meðal annars í aðalhlutverki í kringum skipulag hjá karlalandsliðinu og leiki íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Hann var áður fjölmiðlafulltrúi hjá sambandinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir alltaf ömurlegt þegar standa þurfi í uppsögnum. Gunnar eigi langar starfsaldur hjá KSÍ eins og svo margir af starfsmönnum sambandsins. Í skoðun sé hjá sambandinu hvernig starfslokum hans verði háttað. „Við erum að fara yfir það í samstarfi við hann, hvernig við höfum næstu mánuði.“ Aðspurð hvort von sé á frekari uppsögnum innanhúss segir hún ekkert slíkt á dagskrá. Í samtali við DV segir Klara að ekki verði ráðið í starfið að svo stöddu. Verið sé að fækka í liðinu og endurskipuleggja. Gunnar er annar reynslumikill starfsmaður sem hverfur frá KSÍ á innan við ári. Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var sagt upp í fyrra eftir áratugastarf hjá sambandinu. Gunnar vildi ekki ræða uppsögnina að svo stöddu. Íslenski boltinn KSÍ Vistaskipti Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Gunnari Gylfasyni, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands, var sagt upp störfum hjá sambandinu á föstudag. Gunnar hafði starfað hjá sambandinu í tæpa tvo áratugi og fylgt karlalandsliði Íslands eftir hvert fótmál á ferðalögum þess erlendis. Um er að ræða nokkur tíðindi í knattspyrnuhreyfingunni. DV greindi fyrst frá. Framkvæmdastjóri KSÍ segir um skipulagsbreytingu að ræða. Gunnar hefur starfað á knattspyrnusviði og verið meðal annars í aðalhlutverki í kringum skipulag hjá karlalandsliðinu og leiki íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Hann var áður fjölmiðlafulltrúi hjá sambandinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir alltaf ömurlegt þegar standa þurfi í uppsögnum. Gunnar eigi langar starfsaldur hjá KSÍ eins og svo margir af starfsmönnum sambandsins. Í skoðun sé hjá sambandinu hvernig starfslokum hans verði háttað. „Við erum að fara yfir það í samstarfi við hann, hvernig við höfum næstu mánuði.“ Aðspurð hvort von sé á frekari uppsögnum innanhúss segir hún ekkert slíkt á dagskrá. Í samtali við DV segir Klara að ekki verði ráðið í starfið að svo stöddu. Verið sé að fækka í liðinu og endurskipuleggja. Gunnar er annar reynslumikill starfsmaður sem hverfur frá KSÍ á innan við ári. Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var sagt upp í fyrra eftir áratugastarf hjá sambandinu. Gunnar vildi ekki ræða uppsögnina að svo stöddu.
Íslenski boltinn KSÍ Vistaskipti Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira