Leggja niður störf á degi leikskólans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið í gær. Vísir/Arnar H Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira