Sjávarútvegssveitarfélög vilja hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til að mæta loðnubresti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Sveitarfélagið Hornafjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem loðnubrestur bitnar á. Vísir/Vilhelm Líkt og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær ríkir ekki mikil bjartsýni um að loðna finnist í öðrum leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fjögurra annarra skipa á Íslandsmiðum. Loðnubrestur tvö ár í röð hefur mikil áhrif á þjóðarbúið, sveitarfélög og fyrirtæki sem ríkra hagsmuna hafa að gæta. Ein ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 0,25 prósentur í gær er lakari hagvöxtur heldur en gert hafði verið ráð fyrir, sem fyrst og fremst má rekja til erfiðrar stöðu útflutningsatvinnugreina. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti í fyrra að vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sveitarfélögum sem loðnubrestur hafði mest áhrif á og var unnið úr upplýsingum frá fimm sveitarfélögum. „Að þetta skuli vera annað árið í röð sem þetta gerist er sínu alvarlegra. Við tókum saman minnisblað í fyrra þar sem við áætluðum að tekjutap sveitarfélaganna, sem urðu harðast úti þá, um 500 milljónir. Þetta er gríðarlegt högg að fá þetta annað árið í röð,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Gauti segir áríðandi að stjórnvöld komi að borðinu og ræði lausnir fyrir þau sveitarfélög sem loðnubrestur bitnar harðast á. „Það sem að spilar stóra rullu í þessu málið er að tækifæri fyrir þeirra sveitarfélaga sem fyrir þessu verða til að afla annarra tekna, til að vega á móti þessu tapi, er takmörkuð og það eru fá tækifæri fyrir íbúa til að finna aðra atvinnu við hæfi,“ segir Gauti og bætir við að samtökin hafi upplýst ráðherra um stöðu mála. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar í rekstri sem byggir á nýtingu auðlindarinnar og til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Sjávarútvegur Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Líkt og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær ríkir ekki mikil bjartsýni um að loðna finnist í öðrum leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fjögurra annarra skipa á Íslandsmiðum. Loðnubrestur tvö ár í röð hefur mikil áhrif á þjóðarbúið, sveitarfélög og fyrirtæki sem ríkra hagsmuna hafa að gæta. Ein ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 0,25 prósentur í gær er lakari hagvöxtur heldur en gert hafði verið ráð fyrir, sem fyrst og fremst má rekja til erfiðrar stöðu útflutningsatvinnugreina. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti í fyrra að vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sveitarfélögum sem loðnubrestur hafði mest áhrif á og var unnið úr upplýsingum frá fimm sveitarfélögum. „Að þetta skuli vera annað árið í röð sem þetta gerist er sínu alvarlegra. Við tókum saman minnisblað í fyrra þar sem við áætluðum að tekjutap sveitarfélaganna, sem urðu harðast úti þá, um 500 milljónir. Þetta er gríðarlegt högg að fá þetta annað árið í röð,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Gauti segir áríðandi að stjórnvöld komi að borðinu og ræði lausnir fyrir þau sveitarfélög sem loðnubrestur bitnar harðast á. „Það sem að spilar stóra rullu í þessu málið er að tækifæri fyrir þeirra sveitarfélaga sem fyrir þessu verða til að afla annarra tekna, til að vega á móti þessu tapi, er takmörkuð og það eru fá tækifæri fyrir íbúa til að finna aðra atvinnu við hæfi,“ segir Gauti og bætir við að samtökin hafi upplýst ráðherra um stöðu mála. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar í rekstri sem byggir á nýtingu auðlindarinnar og til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Sjávarútvegur Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira