„Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn á von á Evrópumeistara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 08:00 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira
Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari
Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira
Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03