Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2020 11:03 Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. visir/Friðrik Þór Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn. Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn.
Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53
Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00