Erlent

Heimsins stærsti flugeldur lýsti upp nóttina

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugeldurinn var 1.270 kíló að þyngd og var skotið í tæplega 700 metra hæð yfir skíðasvæðinu áður en hann sprakk í loft upp, við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.
Flugeldurinn var 1.270 kíló að þyngd og var skotið í tæplega 700 metra hæð yfir skíðasvæðinu áður en hann sprakk í loft upp, við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. AP/Steve Caulk

Heimsins stærsti flugeldur var skotið á loft yfir vinsælu skíðasvæði í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Flugeldurinn var 1.270 kíló að þyngd og var skotið í tæplega 700 metra hæð yfir skíðasvæðinu áður en hann sprakk í loft upp, við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.

Tim Borden stýrði teyminu sem vann að gerð flugeldsins og hefur verkefnið tekið rúm sjö ár. Tilraun til að skjóta flugeldi á loft í fyrra mistókst þegar hann sprakk án þess að fara á loft.

Fulltrúi Heimsmetabók Guinness fylgdist með í gær og staðfesti að flugeldurinn væri sá stærsti í heiminum. Hann var 181 kílói þyngri en sá sem var áður sá stærsti. Þeim flugeldi var skotið á loft í Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×