Heldur einokun Lyon áfram? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 07:00 Sara Björk og stöllur hennar fagna sigrinum í gær. vísir/getty Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn