„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 08:00 Það verður eflaust í nógu að snúast hjá Beiti Ólafssyni í marki KR gegn Celtic í kvöld. SAMSETT/GETTY/BÁRA Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett. KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett.
KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30