Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2020 23:07 Sanders telur að bregðast þurfi við vegna afstöðu forsetans til póstatkvæða. Salwan Georges/Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira