Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 18:48 John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump. Vísir/AP John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. Spurningin kom frá Rand Paul, öldungadeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, en hann hefur reynt að opinbera nafn uppljóstrarans svokallaða í réttarhöldunum. Roberts hefur verið alfarið á móti því. Umræddur uppljóstrari lagði fram formlega kvörtun vegna umdeilds símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að opna tvær rannsóknir sem Trump myndi hagnast á persónulega. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Að endingu leiddi kvörtunin til þess að Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins. Rand Paul lagði spurningu fram í gærkvöldi sem Roberts neitaði einnig að lesa en í spurningunni sjálfri nefnir hann uppljóstrarann á nafn. John Roberts declines to answer Rand Paul's question, presumably because he was trying to out the whistleblower or some such. Things off to a great start during Thursday's installment of the #ImpeachmentTrial. pic.twitter.com/sGNCRHwBCw— Aaron Rupar (@atrupar) January 30, 2020 Réttarhöldin gegn Trump standa nú yfir og má fylgjast með þeim hér að neðan. Þingmenn beggja flokka skiptast nú á að spyrja flutningsmenn fulltrúadeildarinnar og verjendur Trump spurninga. Þetta er annað kvöldið af þessu tagi en að því loknu stendur til að greiða atkvæði um það hvort kalla eigi til vitni vegna réttarhaldanna. Demókratar hafa farið fram á það en Repúblikanar, sem eru í meirihluta á öldungadeildinni (53-47), hafa barist harðlega gegn því. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó verið á báðum áttum og liggur ekki fyrir hvernig sú atkvæðagreiðsla mun fara. Sjá einnig: Pressa á Repúblikönum Demókratar hafa kallað eftir því að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, beri vitni. Hann hefur skrifað í óútgefna bók að Trump hafi sagt honum berum orðum að hann hafi fryst tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump persónulega. Sjá einnig: Hvíta húsið reynir að stöðva útgáfu bókar Bolton Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins hafa sagt í dag að ef atkvæðagreiðslan á morgun fer þann veg að vitni verða ekki kölluð til, vilja þeir binda enda á réttarhöldin og sýkna Trump. Jafnvel án frekari umræðu eins og samþykkt var í upphafi réttarhaldanna. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. 30. janúar 2020 10:45 Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46 Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. Spurningin kom frá Rand Paul, öldungadeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, en hann hefur reynt að opinbera nafn uppljóstrarans svokallaða í réttarhöldunum. Roberts hefur verið alfarið á móti því. Umræddur uppljóstrari lagði fram formlega kvörtun vegna umdeilds símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að opna tvær rannsóknir sem Trump myndi hagnast á persónulega. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Að endingu leiddi kvörtunin til þess að Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins. Rand Paul lagði spurningu fram í gærkvöldi sem Roberts neitaði einnig að lesa en í spurningunni sjálfri nefnir hann uppljóstrarann á nafn. John Roberts declines to answer Rand Paul's question, presumably because he was trying to out the whistleblower or some such. Things off to a great start during Thursday's installment of the #ImpeachmentTrial. pic.twitter.com/sGNCRHwBCw— Aaron Rupar (@atrupar) January 30, 2020 Réttarhöldin gegn Trump standa nú yfir og má fylgjast með þeim hér að neðan. Þingmenn beggja flokka skiptast nú á að spyrja flutningsmenn fulltrúadeildarinnar og verjendur Trump spurninga. Þetta er annað kvöldið af þessu tagi en að því loknu stendur til að greiða atkvæði um það hvort kalla eigi til vitni vegna réttarhaldanna. Demókratar hafa farið fram á það en Repúblikanar, sem eru í meirihluta á öldungadeildinni (53-47), hafa barist harðlega gegn því. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó verið á báðum áttum og liggur ekki fyrir hvernig sú atkvæðagreiðsla mun fara. Sjá einnig: Pressa á Repúblikönum Demókratar hafa kallað eftir því að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, beri vitni. Hann hefur skrifað í óútgefna bók að Trump hafi sagt honum berum orðum að hann hafi fryst tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump persónulega. Sjá einnig: Hvíta húsið reynir að stöðva útgáfu bókar Bolton Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins hafa sagt í dag að ef atkvæðagreiðslan á morgun fer þann veg að vitni verða ekki kölluð til, vilja þeir binda enda á réttarhöldin og sýkna Trump. Jafnvel án frekari umræðu eins og samþykkt var í upphafi réttarhaldanna.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. 30. janúar 2020 10:45 Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46 Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30
Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. 30. janúar 2020 10:45
Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46
Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36
Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15
Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40