Undarleg lög um bótagreiðslur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Eva Hauksdóttir skrifar 31. janúar 2020 17:00 Nýverið fjölluðu fjölmiðlar um bótagreiðslur ríkisins til brotaþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og afkomenda þeirra. Bæturnar eru greiddar á grundvelli laga nr. 128/2019 sem sett voru sérstaklega í þeim tilgangi að bregðast við sýknudómum í þessum málum. Það er út af fyrir sig ánægjulegt að ríkið sjái sóma sinn í því að greiða bætur án þess að vera skikkað til þess og miðað við þær sanngirnisbætur sem ríkið hefur hingað til greitt eru þetta ekki lágar bætur. En þær eru samt miklu lægri en bótakröfur sem lögmenn nefna og rökstyðja með dómafordæmum Hæstaréttar. Það er í sjálfu sér skrýtið uppátæki að setja lög um bætur sem víkja svo langt frá því sem krafist er, í þeim eina tilgangi að sýna fram á sanngirni ríkisins. Þetta eru að öðru leyti hin undarlegustu lög eins og reyndar nánast öll tiltæki ríkisins sem snerta Guðmundar- og Geirfinnsmál. Furðuleg lög Það sem vekur mér mesta furðu við lestur þessara laga og lögskýringargagna með þeim er tvennt: 1. Erfingjum Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar eru tryggðar bætur – ekki sem erfingjum, heldur sem „hlutaðeigandi“ – sem nokkurskonar brotaþolum í málinu. Aðstandendum þeirra sem enn eru á lífi er ekki tryggður neinn bótaréttur. 2. Þótt vikið sé verulega frá reglum skaðabótaréttar og dómaframkvæmd Hæstaréttar (af góðum ástæðum) af tillitssemi við aðstandendur þeirra sem sýknaðir voru við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála árið 2017, er ekkert gert til að rétta hlut Erlu Bolladóttur. Brotaþolar eða erfingjar? Í lögunum er kveðið á um að greiða skuli bætur „til þeirra sýknuðu sem eru á lífi og á sama grundvelli til eftirlifandi maka og barna þeirra sem látnir eru.“ Eins og ráða má af greinargerð með frumvarpinu að lögunum er bótagrundvöllurinn aðallega sök ríkisins vegna meingjörða ríkisvaldsins við meðferð sakamála gegn þeim sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í hæstaréttardómi nr. 521/2019. Það er óvenjuleg niðurstaða að bótagrundvöllur nái til erfingja þeirra sakborninga sem nú eru látnir. Meginreglan er sú að eingöngu eiginlegir tjónþolar eigi bótarétt, ekki þriðji maður sem verður fyrir óbeinu tjóni sem leiðir af frumtjóninu. Það má oft telja óréttlátt og sem betur fer má gera undantekningar frá þeirri reglu. Sannarlega var ástæða til að víkja frá meginreglunni í þessum lögum enda hafa margir ef ekki allir aðstandendur hinna dómfelldu þjáðst mikið vegna þessara mála. En sú leið sem löggjafinn hefur farið í þessu tilviki er stórfurðuleg. Í greinargerðinni kemur fram að aðstandendur sakborninga hafi þjáðst vegna hinna röngu dóma en ekkert hefur komið fram sem skýrir það hvernig miski barna þeirra sakborninga sem látnir eru sé meiri eða annars eðlis en miski barna þeirra sem enn eru á lífi. Þá má ætla að þáverandi makar sakborninga hafi þjáðst verulega þótt þeir hafi síðar slitið samvistum. Dæmi er um að maki sakbornings sem nú er fráskilinn, hafi á sínum tíma misst vinnu, neyðst til að gefa barn til ættleiðingar, aðskilja systkini og flýja land, beinlínis vegna dóma i Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Sú fjölskylda er ekki talin eiga bótarétt þótt fjölskyldur Sævars og Tryggva Rúnars fái bætur. Annað sem varla getur talist réttlátt er að þar sem erfingjar Sævars og Tryggva Rúnars fá bætur en ekki arf, eru þeir undanþegnir skattskyldu af þeim fjárhæðum sem koma í hlut þeirra. Erfingjar annarra sýknaðra munu hinsvegar þurfa að greiða erfðafjárskatt af því sem mögulega kemur í hlut þeirra af bótafénu að feðrum þeirra látnum. Augljóslega er það réttlát ákvörðun að greiða bætur vegna meðferðarinnar á Sævari og Tryggva Rúnari eins og öðrum sakborningum og það hefði verið óréttlátt ef erfingjar þeirra sætu uppi arflausir á meðan búast má við að erfingjar annarra sem sýknaðir voru erfi tugi milljóna, en hefði ekki verið hægt að ganga frá því á aðeins minna klaufalegan hátt? Gengið fram hjá Erlu Það allra furðulegasta er samt að þótt aðstandendur þeirra sakborninga sem látnir eru séu með bótarétti sínum taldir til brotaþola er ekkert minnst á Erlu Bolladóttur sem varð þó fyrir beinum miska vegna þessara mála. Þannig er gengið fram hjá brotaþola sem varð fyrir beinum miska við rannsókn mála, bæði sem brotaþoli og aðstandandi, á meðan fólk sem fæddist ekki fyrr en löngu eftir að hinir röngu dómar féllu fær bætur vegna afleidds miska – ekki arf, eins og eðlilegt hefði verið, heldur skattfrjálsar miskabætur. Þessi framkoma við Erlu Bolladóttur er ekki bara óréttlát heldur hrein og klár svívirða. Hvað Erlu varðar er út af fyrir sig gagnrýniverð niðurstaða hjá endurupptökunefndinni á sínum tíma að ekki væri ástæða til endurupptöku á dómum um rangar sakargiftir í tengslum við meint manndráp á Geirfinni Einarssyni. Ef gengið er út frá sakleysi þeirra sem dæmdir voru fyrir manndráp (og Hæstiréttur hefur nú staðfest þá niðurstöðu að þeir teljist saklausir) er þar með brostin forsenda fyrir röngum sakargiftum. Það hefði verið mikilsháttar furðulegt tiltæki hjá Sævari, Erlu og Kristjáni Viðari að sammælast um að bera rangar sakir á tiltekna menn vegna manndrápsmáls sem kom þeim ekkert við. Á þetta hefur oft verið bent frá því að endurupptökunefndin skilaði áliti sínu. Þótt meðlimir endurupptökunefndar hafi ekki áttað sig á þessum einföldu rökum eða kosið að líta fram hjá þeim hefur Alþingi því enga afsökun fyrir því að gera sömu mistök. Hvar er heimildin fyrir greiðslum til lögmanna? Enn eitt vekur undrun mína við þetta mál. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að auk bóta til brotaþola og erfingja hafi ríkið greitt lögmannskostnað upp á 41 milljón króna. Það kemur ekki skýrt fram hvort um er að ræða lögmannskostnað ríkisins vegna samningaumleitana eða hvort ríkið ákvað að greiða lögmönnum bótakrefjenda þóknun. Þótt ríkið hafi vitanlega þurft á lögmannsþjónustu að halda vegna sáttatilrauna verður að teljast ólíklegt að sá kostnaður nái 41 milljón. En ef rétt er að ríkið hafi greitt lögmannskostnað bótakrefjenda, hvernig og hvenær var sú ákvörðun tekin og á grundvelli hvaða heimildar? Ekkert er minnst á lögmannskostnað í lögunum eða greinargerð með frumvarpinu. Misheppnuð tilraun Það sem er jákvætt við þessi lög er að mínu mati tvennt: Annars vegar tryggja þau rétt erfingja Sævars og Tryggva Rúnars, sem tæpast ríða feitum hesti frá dánarbússkiptum feðra sinna og hefðu mjög ósennilega fengið krónu með því að höfða dómsmál. Hinsvegar er sett fordæmi um vilja ríkisvaldsins til að bæta þriðja manni tjón sem leiðir óbeint af skaðaverkum ríkisins. Lögin eru þó fyrst og fremst dæmi um lögfræðilegt fúsk, illa rökstudd og vandræðaleg. Það væri hægt að fyrirgefa það þar sem um er að ræða lög sem ekki er ætlað að hafa áhrif á nema mjög lítinn hóp fólks í eitt skipti. En hafi Alþingi einhverntíma skotið sig í fótinn, þá er það með því að setja lög með því eina markmiði að sýna fram á sanngirni Katrínar Jakobsdóttur gagnvart brotaþolum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum án þess svo mikið sem að nefna Erlu Bolladóttur á nafn.Höfundur er lögfræðimenntaður álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Eva Hauksdóttir Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýverið fjölluðu fjölmiðlar um bótagreiðslur ríkisins til brotaþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og afkomenda þeirra. Bæturnar eru greiddar á grundvelli laga nr. 128/2019 sem sett voru sérstaklega í þeim tilgangi að bregðast við sýknudómum í þessum málum. Það er út af fyrir sig ánægjulegt að ríkið sjái sóma sinn í því að greiða bætur án þess að vera skikkað til þess og miðað við þær sanngirnisbætur sem ríkið hefur hingað til greitt eru þetta ekki lágar bætur. En þær eru samt miklu lægri en bótakröfur sem lögmenn nefna og rökstyðja með dómafordæmum Hæstaréttar. Það er í sjálfu sér skrýtið uppátæki að setja lög um bætur sem víkja svo langt frá því sem krafist er, í þeim eina tilgangi að sýna fram á sanngirni ríkisins. Þetta eru að öðru leyti hin undarlegustu lög eins og reyndar nánast öll tiltæki ríkisins sem snerta Guðmundar- og Geirfinnsmál. Furðuleg lög Það sem vekur mér mesta furðu við lestur þessara laga og lögskýringargagna með þeim er tvennt: 1. Erfingjum Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar eru tryggðar bætur – ekki sem erfingjum, heldur sem „hlutaðeigandi“ – sem nokkurskonar brotaþolum í málinu. Aðstandendum þeirra sem enn eru á lífi er ekki tryggður neinn bótaréttur. 2. Þótt vikið sé verulega frá reglum skaðabótaréttar og dómaframkvæmd Hæstaréttar (af góðum ástæðum) af tillitssemi við aðstandendur þeirra sem sýknaðir voru við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála árið 2017, er ekkert gert til að rétta hlut Erlu Bolladóttur. Brotaþolar eða erfingjar? Í lögunum er kveðið á um að greiða skuli bætur „til þeirra sýknuðu sem eru á lífi og á sama grundvelli til eftirlifandi maka og barna þeirra sem látnir eru.“ Eins og ráða má af greinargerð með frumvarpinu að lögunum er bótagrundvöllurinn aðallega sök ríkisins vegna meingjörða ríkisvaldsins við meðferð sakamála gegn þeim sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í hæstaréttardómi nr. 521/2019. Það er óvenjuleg niðurstaða að bótagrundvöllur nái til erfingja þeirra sakborninga sem nú eru látnir. Meginreglan er sú að eingöngu eiginlegir tjónþolar eigi bótarétt, ekki þriðji maður sem verður fyrir óbeinu tjóni sem leiðir af frumtjóninu. Það má oft telja óréttlátt og sem betur fer má gera undantekningar frá þeirri reglu. Sannarlega var ástæða til að víkja frá meginreglunni í þessum lögum enda hafa margir ef ekki allir aðstandendur hinna dómfelldu þjáðst mikið vegna þessara mála. En sú leið sem löggjafinn hefur farið í þessu tilviki er stórfurðuleg. Í greinargerðinni kemur fram að aðstandendur sakborninga hafi þjáðst vegna hinna röngu dóma en ekkert hefur komið fram sem skýrir það hvernig miski barna þeirra sakborninga sem látnir eru sé meiri eða annars eðlis en miski barna þeirra sem enn eru á lífi. Þá má ætla að þáverandi makar sakborninga hafi þjáðst verulega þótt þeir hafi síðar slitið samvistum. Dæmi er um að maki sakbornings sem nú er fráskilinn, hafi á sínum tíma misst vinnu, neyðst til að gefa barn til ættleiðingar, aðskilja systkini og flýja land, beinlínis vegna dóma i Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Sú fjölskylda er ekki talin eiga bótarétt þótt fjölskyldur Sævars og Tryggva Rúnars fái bætur. Annað sem varla getur talist réttlátt er að þar sem erfingjar Sævars og Tryggva Rúnars fá bætur en ekki arf, eru þeir undanþegnir skattskyldu af þeim fjárhæðum sem koma í hlut þeirra. Erfingjar annarra sýknaðra munu hinsvegar þurfa að greiða erfðafjárskatt af því sem mögulega kemur í hlut þeirra af bótafénu að feðrum þeirra látnum. Augljóslega er það réttlát ákvörðun að greiða bætur vegna meðferðarinnar á Sævari og Tryggva Rúnari eins og öðrum sakborningum og það hefði verið óréttlátt ef erfingjar þeirra sætu uppi arflausir á meðan búast má við að erfingjar annarra sem sýknaðir voru erfi tugi milljóna, en hefði ekki verið hægt að ganga frá því á aðeins minna klaufalegan hátt? Gengið fram hjá Erlu Það allra furðulegasta er samt að þótt aðstandendur þeirra sakborninga sem látnir eru séu með bótarétti sínum taldir til brotaþola er ekkert minnst á Erlu Bolladóttur sem varð þó fyrir beinum miska vegna þessara mála. Þannig er gengið fram hjá brotaþola sem varð fyrir beinum miska við rannsókn mála, bæði sem brotaþoli og aðstandandi, á meðan fólk sem fæddist ekki fyrr en löngu eftir að hinir röngu dómar féllu fær bætur vegna afleidds miska – ekki arf, eins og eðlilegt hefði verið, heldur skattfrjálsar miskabætur. Þessi framkoma við Erlu Bolladóttur er ekki bara óréttlát heldur hrein og klár svívirða. Hvað Erlu varðar er út af fyrir sig gagnrýniverð niðurstaða hjá endurupptökunefndinni á sínum tíma að ekki væri ástæða til endurupptöku á dómum um rangar sakargiftir í tengslum við meint manndráp á Geirfinni Einarssyni. Ef gengið er út frá sakleysi þeirra sem dæmdir voru fyrir manndráp (og Hæstiréttur hefur nú staðfest þá niðurstöðu að þeir teljist saklausir) er þar með brostin forsenda fyrir röngum sakargiftum. Það hefði verið mikilsháttar furðulegt tiltæki hjá Sævari, Erlu og Kristjáni Viðari að sammælast um að bera rangar sakir á tiltekna menn vegna manndrápsmáls sem kom þeim ekkert við. Á þetta hefur oft verið bent frá því að endurupptökunefndin skilaði áliti sínu. Þótt meðlimir endurupptökunefndar hafi ekki áttað sig á þessum einföldu rökum eða kosið að líta fram hjá þeim hefur Alþingi því enga afsökun fyrir því að gera sömu mistök. Hvar er heimildin fyrir greiðslum til lögmanna? Enn eitt vekur undrun mína við þetta mál. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að auk bóta til brotaþola og erfingja hafi ríkið greitt lögmannskostnað upp á 41 milljón króna. Það kemur ekki skýrt fram hvort um er að ræða lögmannskostnað ríkisins vegna samningaumleitana eða hvort ríkið ákvað að greiða lögmönnum bótakrefjenda þóknun. Þótt ríkið hafi vitanlega þurft á lögmannsþjónustu að halda vegna sáttatilrauna verður að teljast ólíklegt að sá kostnaður nái 41 milljón. En ef rétt er að ríkið hafi greitt lögmannskostnað bótakrefjenda, hvernig og hvenær var sú ákvörðun tekin og á grundvelli hvaða heimildar? Ekkert er minnst á lögmannskostnað í lögunum eða greinargerð með frumvarpinu. Misheppnuð tilraun Það sem er jákvætt við þessi lög er að mínu mati tvennt: Annars vegar tryggja þau rétt erfingja Sævars og Tryggva Rúnars, sem tæpast ríða feitum hesti frá dánarbússkiptum feðra sinna og hefðu mjög ósennilega fengið krónu með því að höfða dómsmál. Hinsvegar er sett fordæmi um vilja ríkisvaldsins til að bæta þriðja manni tjón sem leiðir óbeint af skaðaverkum ríkisins. Lögin eru þó fyrst og fremst dæmi um lögfræðilegt fúsk, illa rökstudd og vandræðaleg. Það væri hægt að fyrirgefa það þar sem um er að ræða lög sem ekki er ætlað að hafa áhrif á nema mjög lítinn hóp fólks í eitt skipti. En hafi Alþingi einhverntíma skotið sig í fótinn, þá er það með því að setja lög með því eina markmiði að sýna fram á sanngirni Katrínar Jakobsdóttur gagnvart brotaþolum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum án þess svo mikið sem að nefna Erlu Bolladóttur á nafn.Höfundur er lögfræðimenntaður álitshafi.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar