Lífið

Lést í miðju lagi

Andri Eysteinsson skrifar
Olney varð 71 árs að aldri.
Olney varð 71 árs að aldri. Getty/Larry Hulst

Bandaríski þjóðlagatónlistarmaðurinn David Olney lést á laugardaginn síðasta 18. Janúar í miðju lagi á tónleikum sínum á tónlistarhátíð í Santa Rosa Beach í Flórída. BBC greinir frá.

Olney sem var 71 árs gamall var við flutning á þriðja lagi sínu þegar hann stöðvaði flutninginn, baðst afsökunar og lokaði augunum og hafði þá fengið hjartaáfall samkvæmt yfirlýsingu aðstandenda Olney.

Tónlistarkonan Amy Rigby sem sat við hlið Olney þegar hann lést segir í færslu á Facebook síðu sinni að Olney hafi enn setið á stól sínum með glæsilegan hatt og í gullfallegum rúskinnsjakka.

Bráðaliðar komu á vettvang og gerðu tilraunir til endurlífgunar á söngvaranum án árangurs.

Olney var meðlimur hljómsveitarinnar the X-Rays á yngri árum en síðustu fjörutíu ár hafði hann spilað einn og gaf hann út tugi platna. Þá voru fjöldi ábreiðna gerðar af lögum hans.

Olney sem náði 71 árs aldri skilur eftir sig eiginkonu sína Regine og börnin Redding og Lillian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.