Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 10:00 Marcus Rashford liggur hér sárþjáður í grasinu eftir að hafa meiðst á baki í bikarleik á móti Úlfunum. Getty/Alex Livesey Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti