„Vorum bara allt í einu á eigin vegum og enginn að passa upp á okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2020 11:15 Guðrún Sigurbjörnsdóttir varð að flýja land um helgina þegar hún tók þátt í Miss Global. „Við vöknuðum klukkan sjö um morguninn til að fara í förðun og æfa á sviðinu þar sem við höfðum ekki æft þar áður. Þegar við komum beið okkar lítið tjald úti við sviðið sem við áttum að skipta um föt í. Á meðan Miss Global Mexíkó fékk öll búningsherbergin sem var undir öllu sviðinu út af fyrir sig. Við biðum í nokkra tíma eftir að komast á sviðið en fengum svo svör um að einhver mexíkósk söngkona þyrfti að æfa sín atriði og kæmumst við því ekki að. Þess vegna var keppninni frestað um þrjár klukkustundir,“ segir Guðrún Sigurbjörnsdóttir í samtali við Vísi en hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina eins og Vísir greindi frá í gær. Guðrún varð í rauninni að flýja land strax eftir keppni. Búið var að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum til viðbótar hafi verið bætt við og alls væru þá 18 konur komnar áfram í úrslitin. Til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global og því greinilega maðkur í mysunni. Guðrún eignaðist margar vinkonur úti. „Eigandi keppninnar og borgarstjórinn sem var að halda keppnina úti sem var líka sponsari Miss Mexico fóru a fund ásamt fleirum. Við vissum ekkert hvað væri að gerast og héldum að það væri verið að hætta við keppnina. En svo var ekki og loksins byrjaði showið. Við fengum þær fréttir fljótlega að Mexíkó þyrfti að vinna og að dómararnir hefðu fengið úthlutað blaði með nöfnum keppenda sem hefðu borgað fyrir að lenda í sæti. Við ákváðum nokkrar að við myndum ekki taka þátt í þessu lengur og ákváðum að yfirgefa svæðið,“ segir Guðrún en þá var fljótlega tilkynnt að búið væri bæta við fleiri sætum, topp 10 orðið að topp 18 til að reyna að friða stelpurnar. Afþakkaði að lenda í topp 11 „Ég var svo allt í einu beðin um að vera í topp 11. Ég afþakkaði það ásamt fleiri stelpum sem voru einnig beðnar um að koma aftur á sviðið. Fleiri stelpur ákváðu að yfirgefa svæðið ásamt sigurvegaranum frá því í fyrra. Þá ákvað eigandinn að krýna ekki Miss Mexíkó sem sigurvegara og þess vegna kom borgarstjórinn á sviðið og ákvað að blása keppnina af. Ein af keppendunum tók af skarið og lét áhorfendur vita hvað væri á seyði. Þá var hætt við útsendinguna og keppnin blásin af.“ Hún segir að eftir að keppnin var blásin af hafi eigandi keppninnar ákveðið að handvelja þær sem ættu að verma efstu þrjú sætin. Guðrún sér ekki eftir því að hafa tekið þátt. En var Guðrún hrædd þarna úti? „Við fengum þau skilaboð að við værum ekki óhultar lengur og þyrftum að drífa okkur út á flugvöll. Eigandi keppninnar hafði sjálfur farið úr landi um leið og keppninni var lokið og við vorum bara allt í einu á eigin vegum og enginn að passa upp á okkur,“ segir Guðrún sem var úti í Mexíkó í þrjár vikur. „Við lögðum mikla vinnu í dagskrána fyrir loka kvöldið þannig það var auðvitað mjög leiðinlegt að keppnin hafi endað í þessari martröð. Okkur þótti alltaf mjög athugavert frá byrjun hvað Miss Global Mexíkó fékk mikla sérmeðferð. En ég skil af hverju það var núna.“ Lærði margt og mikið Hún segist hafa ákveðið að taka þátt í keppninni til að fara vel út fyrir þægindarammann. „Og læra að dansa, kynnast nýju fólki og nýrri menningu. Ég fór í viðtöl, bæði i sjónvarpi og útvarpi og fór í myndatökur og kom fram á sviði fyrir framan nokkur þúsund manns og í beinni í sjónvarpi. Ég eignaðist yndislegar vinkonur og minningar sem munu endast fyrir lífstíð. Ég uppfyllti allar mínar kröfur og kem heim sterkari útgáfa af sjálfri mér sem ég er ótrúlega stolt af. Þó að lokakvöldinu hafi á endanum verið aflýst vegna deilu á milli eiganda keppninnar og þess sem var að halda hana í Mexíkó, þá náði ég að njóta þess að vera á sviðinu áður en að það gerðist. Ég ætla að reyna að halda í góðu minningarnar og læra af þessari lífsreynslu í stað þess að líða illa yfir því hvernig lokakvöldið fór.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir atburðarrásina á laugardagskvöldið. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Upplausn í Miss Global og Guðrúnu sagt að flýja land Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. 20. janúar 2020 11:48 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Við vöknuðum klukkan sjö um morguninn til að fara í förðun og æfa á sviðinu þar sem við höfðum ekki æft þar áður. Þegar við komum beið okkar lítið tjald úti við sviðið sem við áttum að skipta um föt í. Á meðan Miss Global Mexíkó fékk öll búningsherbergin sem var undir öllu sviðinu út af fyrir sig. Við biðum í nokkra tíma eftir að komast á sviðið en fengum svo svör um að einhver mexíkósk söngkona þyrfti að æfa sín atriði og kæmumst við því ekki að. Þess vegna var keppninni frestað um þrjár klukkustundir,“ segir Guðrún Sigurbjörnsdóttir í samtali við Vísi en hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina eins og Vísir greindi frá í gær. Guðrún varð í rauninni að flýja land strax eftir keppni. Búið var að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum til viðbótar hafi verið bætt við og alls væru þá 18 konur komnar áfram í úrslitin. Til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global og því greinilega maðkur í mysunni. Guðrún eignaðist margar vinkonur úti. „Eigandi keppninnar og borgarstjórinn sem var að halda keppnina úti sem var líka sponsari Miss Mexico fóru a fund ásamt fleirum. Við vissum ekkert hvað væri að gerast og héldum að það væri verið að hætta við keppnina. En svo var ekki og loksins byrjaði showið. Við fengum þær fréttir fljótlega að Mexíkó þyrfti að vinna og að dómararnir hefðu fengið úthlutað blaði með nöfnum keppenda sem hefðu borgað fyrir að lenda í sæti. Við ákváðum nokkrar að við myndum ekki taka þátt í þessu lengur og ákváðum að yfirgefa svæðið,“ segir Guðrún en þá var fljótlega tilkynnt að búið væri bæta við fleiri sætum, topp 10 orðið að topp 18 til að reyna að friða stelpurnar. Afþakkaði að lenda í topp 11 „Ég var svo allt í einu beðin um að vera í topp 11. Ég afþakkaði það ásamt fleiri stelpum sem voru einnig beðnar um að koma aftur á sviðið. Fleiri stelpur ákváðu að yfirgefa svæðið ásamt sigurvegaranum frá því í fyrra. Þá ákvað eigandinn að krýna ekki Miss Mexíkó sem sigurvegara og þess vegna kom borgarstjórinn á sviðið og ákvað að blása keppnina af. Ein af keppendunum tók af skarið og lét áhorfendur vita hvað væri á seyði. Þá var hætt við útsendinguna og keppnin blásin af.“ Hún segir að eftir að keppnin var blásin af hafi eigandi keppninnar ákveðið að handvelja þær sem ættu að verma efstu þrjú sætin. Guðrún sér ekki eftir því að hafa tekið þátt. En var Guðrún hrædd þarna úti? „Við fengum þau skilaboð að við værum ekki óhultar lengur og þyrftum að drífa okkur út á flugvöll. Eigandi keppninnar hafði sjálfur farið úr landi um leið og keppninni var lokið og við vorum bara allt í einu á eigin vegum og enginn að passa upp á okkur,“ segir Guðrún sem var úti í Mexíkó í þrjár vikur. „Við lögðum mikla vinnu í dagskrána fyrir loka kvöldið þannig það var auðvitað mjög leiðinlegt að keppnin hafi endað í þessari martröð. Okkur þótti alltaf mjög athugavert frá byrjun hvað Miss Global Mexíkó fékk mikla sérmeðferð. En ég skil af hverju það var núna.“ Lærði margt og mikið Hún segist hafa ákveðið að taka þátt í keppninni til að fara vel út fyrir þægindarammann. „Og læra að dansa, kynnast nýju fólki og nýrri menningu. Ég fór í viðtöl, bæði i sjónvarpi og útvarpi og fór í myndatökur og kom fram á sviði fyrir framan nokkur þúsund manns og í beinni í sjónvarpi. Ég eignaðist yndislegar vinkonur og minningar sem munu endast fyrir lífstíð. Ég uppfyllti allar mínar kröfur og kem heim sterkari útgáfa af sjálfri mér sem ég er ótrúlega stolt af. Þó að lokakvöldinu hafi á endanum verið aflýst vegna deilu á milli eiganda keppninnar og þess sem var að halda hana í Mexíkó, þá náði ég að njóta þess að vera á sviðinu áður en að það gerðist. Ég ætla að reyna að halda í góðu minningarnar og læra af þessari lífsreynslu í stað þess að líða illa yfir því hvernig lokakvöldið fór.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir atburðarrásina á laugardagskvöldið.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Upplausn í Miss Global og Guðrúnu sagt að flýja land Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. 20. janúar 2020 11:48 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Upplausn í Miss Global og Guðrúnu sagt að flýja land Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. 20. janúar 2020 11:48
Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun