Wuhan-veiran komin til Taívan og sex dánir Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2020 11:37 Öryggisvörður kannar hitastig konu sem er á leið í flug á alþjóðaflugvellinum í Wuhan. AP/Dake Kang Yfirvöld Taívan hafa staðfest að taívönsk kona hefur smitast af kórónaveirunni sem dreifst hefur um Kína síðustu daga. Veiran hefur verið kennd við borgina Wuhan í Kína þar sem fyrstu tilfellin litu dagsins ljós en konan frá Taívan er nýkomin heim úr vinnuferð til Wuhan. Vitað er að tæplega 300 manns hafa smitast og hefur verið staðfest að veiran geti borist á milli manna. Minnst sex eru nú látnir vegna veirunnar. Einnig hefur fólk frá Taílandi, Japan og Suður-Kóreu smitast af veirunni. Öll þeirra höfðu nýverið ferðast til Wuhan. Þá hefur ástralskur maður verið settur í einangrun á meðan rannsóknir fyrir fram. Samkvæmt frétt BBC er talið mögulegt að veiran tengist sjávarmarkaði í borginni, þar sem lifandi dýr eru einnig seld. Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar munu koma saman á morgun og ræða hvort lýsa eigi fyrir alþjóðlegu neyðarástandi. Það yrði þá til marks um að þörf væri á umfangsmiklum og samræmdum aðgerðum. Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum. Útbreiðsla veirunnar minnir að mörgu leyti á fuglaflensuna, sem 774 dóu vegna á fyrrihluta fyrsta áratugar aldarinnar. Báðar veirurnar eru kórónaveirur og þykja náskyldar. Kína Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Yfirvöld Taívan hafa staðfest að taívönsk kona hefur smitast af kórónaveirunni sem dreifst hefur um Kína síðustu daga. Veiran hefur verið kennd við borgina Wuhan í Kína þar sem fyrstu tilfellin litu dagsins ljós en konan frá Taívan er nýkomin heim úr vinnuferð til Wuhan. Vitað er að tæplega 300 manns hafa smitast og hefur verið staðfest að veiran geti borist á milli manna. Minnst sex eru nú látnir vegna veirunnar. Einnig hefur fólk frá Taílandi, Japan og Suður-Kóreu smitast af veirunni. Öll þeirra höfðu nýverið ferðast til Wuhan. Þá hefur ástralskur maður verið settur í einangrun á meðan rannsóknir fyrir fram. Samkvæmt frétt BBC er talið mögulegt að veiran tengist sjávarmarkaði í borginni, þar sem lifandi dýr eru einnig seld. Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar munu koma saman á morgun og ræða hvort lýsa eigi fyrir alþjóðlegu neyðarástandi. Það yrði þá til marks um að þörf væri á umfangsmiklum og samræmdum aðgerðum. Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum. Útbreiðsla veirunnar minnir að mörgu leyti á fuglaflensuna, sem 774 dóu vegna á fyrrihluta fyrsta áratugar aldarinnar. Báðar veirurnar eru kórónaveirur og þykja náskyldar.
Kína Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00
Staðfesta smit manna á milli Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. 21. janúar 2020 07:01
Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09