Tillögu Sjálfstæðisflokksins vísað frá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 18:34 Fundur borgarstjórnar hófst í ráðhúsinu klukkan tvö í dag. Vísir/Friðrik Þór Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. Meirihlutinn vísaði til þess að eftir ætti að ræða breytinguna á opnun leikskóla í borgarráði. Frávísunartillagan var samþykkt með tólf atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins um málið segir að skerðingin sem ákveðin hafi verið af skóla- og frístundaráði varði 938 börn hið minnsta. „Auk þess snertir breytingin um 2.000 foreldra í borginni beint en fjölskyldur þessara barna munu að óbreyttu missa þjónustu sem borgin er nú þegar að bjóða upp á. Þetta þýðir skerðingu á þjónustu fyrir u.þ.b. 18% barna á leikskólum Reykjavíkurborgar og fjölskyldur þeirra,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan eins séu nú með opið til fimm á daginn. „Það er ekki ásættanlegt að stærsta sveitarfélagið, sem á að vera leiðandi, skerði þessa grunnþjónustu við fjölskyldur í borginni,“ segir ennfremur í bókuninni. Í bókun frá meirihlutanum segir að tillögu Sjálfstæðisflokksins sé vísað frá á grundvelli þess að tillagan sé nú stödd hjá borgarráði. Það til standi að framkvæma ítarlegt jafnréttismat áður en tillagan verði samþykkt. Þá verði gert ráð fyrir lengri aðlögunartíma en lagt var upp með í fyrstu. „Samhliða verði veittur aukinn aðlögunartími að breytingunum sem miða að því að minnka álag á börn og starfsfólk leikskóla og standa þannig vörð um gæði leikskólastarfs sem er á heimsmælikvarða en glímir við tímabundinn vanda vegna skorts á leikskólakennurum eftir að kennaranám var lengt í fimm ár á sínum tíma,“ segir í bókun meirihlutans. Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. Meirihlutinn vísaði til þess að eftir ætti að ræða breytinguna á opnun leikskóla í borgarráði. Frávísunartillagan var samþykkt með tólf atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins um málið segir að skerðingin sem ákveðin hafi verið af skóla- og frístundaráði varði 938 börn hið minnsta. „Auk þess snertir breytingin um 2.000 foreldra í borginni beint en fjölskyldur þessara barna munu að óbreyttu missa þjónustu sem borgin er nú þegar að bjóða upp á. Þetta þýðir skerðingu á þjónustu fyrir u.þ.b. 18% barna á leikskólum Reykjavíkurborgar og fjölskyldur þeirra,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan eins séu nú með opið til fimm á daginn. „Það er ekki ásættanlegt að stærsta sveitarfélagið, sem á að vera leiðandi, skerði þessa grunnþjónustu við fjölskyldur í borginni,“ segir ennfremur í bókuninni. Í bókun frá meirihlutanum segir að tillögu Sjálfstæðisflokksins sé vísað frá á grundvelli þess að tillagan sé nú stödd hjá borgarráði. Það til standi að framkvæma ítarlegt jafnréttismat áður en tillagan verði samþykkt. Þá verði gert ráð fyrir lengri aðlögunartíma en lagt var upp með í fyrstu. „Samhliða verði veittur aukinn aðlögunartími að breytingunum sem miða að því að minnka álag á börn og starfsfólk leikskóla og standa þannig vörð um gæði leikskólastarfs sem er á heimsmælikvarða en glímir við tímabundinn vanda vegna skorts á leikskólakennurum eftir að kennaranám var lengt í fimm ár á sínum tíma,“ segir í bókun meirihlutans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira